Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 309
leiki á alþýðuheimili í sjávarplássi, og varð liðtækur við þau verk
er sinna þurfti frá unga aldri.
Að loknu barna- og unglingaskólanámi á Olafsfirði sat Gísli tvo
vetur í Reykholtsskóla í Borgarfirði 1949—1951, og þaðan hélt
hann til Reykjavíkur þar sem hann settist í Kennaraskólann, og
lauk þaðan kennaraprófi árið 1954. Eftir það kenndi hann í
Borgarnesi um þriggja ára skeið, þar sem hann kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Guðrúnu, nú kennara við Hvolsskóla, dótt-
ur hjónanna Orrns Ormssonar og Helgu Kristmundardóttur í
Borgarnesi. Þau Gísli og Guðrún gengu í hjónaband á aðfangadag
jóla árið 1955, og nutu farsælla samvista alla tíð, einkar samrýmd
hjón og samhent. þau eignuðust þrjú börn; Kristínu Helgu,
Ásgeir og Jóhönnu Lovísu, sem öll hafa þegið haldgott veganesti
úr foreldrahúsunt.
Gísli bætti við sig handavinnukennaranámi er hann lauk í
Kennarskólanumátveimurárum, 1957—1959, samhliða nokkurri
kennslu við Austurbæjar- og Langholtsskóla í Reykjavík. Á ný lá
leiðin svo í Borgarnes, þar sent hann kenndi næstu sex árin, en
á sumrin vann hann hjá Mjólkursamlagi Boargfirðinga. 1965
fluttist fjölskyldan vestur í Laugagerðisskóla'á Snæfellsnesi, og
kenndi Gísli þar til ársins 1971, er þau fluttust austur á Hvolsvöll.
Þar kenndi hann einn vetur við Gagnfræðaskólann, en tók árið
eftir við starfi skólastjóra Hvolsskóla, þá orðinn þrautreyndur og
dugandi skólamaður. Á Hvolsvelli reistu þau hjón sér hús í Öldu-
gerði 5 þar sem heimili þeirra hefur síðan staðið, kyrrlátt og frið-
sælt eins og allt þeirra dagfar.
Gísli ávann sér hvarvetna virðingu og vinsældir samferða-
manna sinna og samstarfsmanna. Með hæglátri framkomu sinni
og yfirlætislausu fasi vann hann fólk á sitt band, og hafði einkar
gott lag á nemendum sínum, sem virtu hann og dáðu. Tók hann
virkan þátt í störfum þeirra og leikjum, spilaði fótbolta með þeim
í flestum frímínútum og hatði vakandi auga með velferð þeirra og
námsárangri. Er óhætt að fullyrða að öllum hafi hann komið til
nokkurs þroska. Var til þess tekið af samstarfsfólki hans í Hvols-
skóla hversu samviskusamur og reglusamur hann reyndist á alla
grein, og hafði heilbrigð og manneskjuleg viðhorf til skólastarfs-
Goðasteinn
307