Goðasteinn - 01.09.1993, Page 167
Eyjólfssyni á Minni-Völlum: Guðbjörn Eiríksson, f. 22. nóvem-
ber 1876 á Stóru-Völlum, d. 6. desember sama ár. Barn Guðfinns
með Petrúnellu Gísladötur úr Selvogi: Sigríður Guðfinna f. 22.
desember 1880 í Nesi, d. 19. desember 1881.
Ætt og uppvöxtur
Fyrstu árin var þrennt í heimiii í Arnarstaðakoti, húsbændur og
Oddný, dóttir húsfreyju. A manntali 1890 voru sex í heimili:
Guðfinnur húsbóndi 38 ára, Guðrún Oddsdóttir bústýra 38 ára,
Oddný dóttir bústýru 17 ára, Guðmundur 6 ára og Yngvi 4 ára,
synir húsráðenda.
Árið 1899 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, Guðfínnur þá 48
ára, synir hans tveir og Oddný 26 ára. Búskaparár Guðfinns í Fló-
anum voru þá orðm 17, þrjú ár er hann þar eftir að Guðrún andað-
ist. Þetta hafa verið erfið ár á ekki betra býli. Von um betri af-
komu ,,við sjóinn“.
Hinn 7. apríl 1906 gerðust þau válegu tíðindi að þrjú íslensk
fiskiskip, Ingvar við Viðey, Emilie og Sophie Whitley, fórust á
Faxaflóa með 70 manna áhöfnum. Guðfinnur Þorvarðarson var
skipverji á Sophie Whitley og með henni fórust 25 manns, 7 innan
tvítugsaldurs. Guðfinnur var elstur háseta, 56 ára. Má af því ráða
að hann hafi verið góður sjómaður, því skipstjórinn, Jafet Olafs-
son hafði mannval á skipi sínu.
Sophie var nýlegur kútter 80 lestir. Jafet var annálaður skip-
stjóri, skjótráður og fylginn sér. ,,Betri fiskiskipstjóra var vart
hægt að fá“. Jafet lagði út daginn áður en ofviðrið skall á. Guð-
mundur Sigurðsson skipstjóri sagði svo frá, að hann hefði verið
til sjós með Jafét ,,þeim kunna sjógarpi". Guðmundur var, þá er
þetta skeði, suður í Garðsjó og fylgdi Jafet sem var þar með sitt
skip. Guðmundur fylgdi Jafet upp undir Leiruna, ,,og hvarf skip
Jaféts mér algerlega á föstudagsvköld, og ég hef þá trú, að þar hafi
ég séð hann sigla til Hels, því enginn sá hann eða skip hans eftir
það“ (VSV I straumkastinu). Þjóðólfur taldi að Sophie og Emilie
hefði hrakið norður Flóann og sést nálægt Þormáðsskeri. Sjó-
menn voru í skylduábyrgð í lífeyrissjóði skv. lögum 1903. Sjóður-
inn greiddi aðstandendum 100 kr. næstu 4 ár.
Goðasteinn
165