Goðasteinn - 01.09.1993, Side 246
einkum Almenningar en þar eru lítt gróin svæði. Landgræðslan
var farin að þrýsta á um algjöra friðun afréttanna. A almennum
hreppsfundi var samþykkt að gera samning við Landgræðsluna
um friðun afréttanna. Hún hafði áður sett upp girðingu milli
afrétta og heimalands. Samningur var gerður milli Landgræðsl-
unnar og hreppsins um að friða afréttarlöndin fyrir beit næstu 10
ár.
Gangstígur bak við Seljalandsfoss var lagfærður og honum
breytt. Græddar voru upp gróðurskemmdir í nánd fóssins. Land-
vernd veitti styrk til þeirra framkvæmda en sjálfboðaliðar unnu
verkið.
Leikskóli fyrir 4—6 ára börn starfaði einn dag í viku vetrar-
mánuðina svo sem undanfarin ár. Hreppurinn hefur frá því er
skólaakstur hófst átt og rekið skólabíl til að aka grunnskólanem-
endum í skólann á Seljalandi og í Skógum. A árinu keypti hrepp-
urinn nýjan skólabíl fyrir kr. 3,760,000,00.
1991
Samkvæmt manntali 1. des. 1991 voru íbúar í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 211, 111 karlar og 100 konur, þar af 33 börn á grunnskóla-
aldri. Á árinu létust 2 en 3 börn fæddust. Afkoma hreppsbúa
byggist að mestu á hefðbundnum búskap. I hreppnum voru 42 bú,
þar af 9 félagsbú. Á 30 þessara búa er stunduð mjólkurfram-
leiðsla, 11 eru aðallega sauðfjárbú, eða með sauðfé og hross, á 26
þeirra sem eru með mjólkurframleiðslu er einnig sauðfé og á 20
nautaeldi. Eitt bú er að meiri hluta loðdýrabú.
Byggingaframkvæmdir á árinu: 1 íbúðarhús, 906 m3, 1 hlaða,
2337 m3, 1 fjós með ábuðargeymslum, 285 m2, 1 geldneytafjós
með haughúsi 110 m2 og 1 sumarhús, 40 m2. Unnið var að endur-
bótum á Seljalandsskóla lýrir kr. 1,981,500,00.
Búfé í hreppnum sett á vetur haustið 1991 samkvæmt forða-
gæsluskýrslum var kýr og kvígur 735, geldneyti 518 og kálfar
394, nautgripir samtals 1647. Sauðfé: 4885 ær, 839 gemlingar og
162 hrútar, sauðfé alls 5886. Hross voru 817, svín 4 og minkar 375.
Heyfengur var 3,891, 300 fóðureiningar en fóðurþörf áætluð
2,924,550 fóðureiningar. Kornuppskera var 700 tunnur.
244
Goðasteinn