Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 170
,,Það er sitthvað að vera kennari og skólastjóri". Hann þótti
smámunasamur og óglöggur á þá hluti sem voru að gerast, geð-
ríkur og tilftnninganæmur. Olafur Lárusson ritar í minningabók
sína: ,,Það var undarlegt og sorglegt um jafnmikinn gáfumann og
Björn M. Olsen var - og jafn góðviljaðan og hann var í raun og
veru, hversu lítinn skilning hann hafði á sálarlífi og hugsunar-
hætti ungra manna“. Olafur segir, að öll ár hans og félaga í skól-
anum hafi verið óróaár. En ,,enginn okkar tók beinan þátt í óeirð-
unum“.
Veturinn 1903—1904 hófu 87 piltar nám í Lærða skólanum, 17
voru reknir síðara kennslumisserið. Ofriðurinn í skólanum er
talinn hafa valdið því að Björn M. Ólsen fór frá skólanum eftir
veturinn 1903-1904.
Guðmundi sóttist námið vel. Gunnar frá Selalæk ritar svo í
minningargrein í Morgunbl. 1938: ,,Guðmundur hafði óvenju-
lega fjölþættar gáfur. Hann hafði námsgáfur í besta lagi og mjög
glögga og örugga greind bæði á mönnum og málefnum. List-
hneigður var hann og listelskur, sérstaklega söngvinn. Hann lærði
að spila á harmonium tilsagnarlaust“.
I Skinfaxa, blaði sem nemendur Lærða skólans gáfu út um
aldamótin voru palladómar um nemendur í léttum dúr. í palla-
dómi um Guðmund eftir Andrés Björnsson segir m.a.: „Lítill er
hann atkvæðamaður um skólamál, en hefur þó ákveðnar skoðanir
um flest og er þrár og einrænn stundum. Hann er námsmaður
góður og les margt fleira en það, sem lögboðið er í skólanum,
einkum leggur hann mikla stund á eðlisfræði og önnur náttúruvís-
indi og hefur þegar öðlast allmikla þekkingu á því. Hygg ég að
mikils megi af honum vænta í þeim greinum þá er honum eykst
aldur og þekking. Hann er forseti félagsins ,,Mímir“ og hefur
starfað allmikið í þarfir þess félags, en hugsar minna um þarfir
,,Framtíðarinnar“. Hann er íþökumaður og skjalavörður ,,Fram-
tíðarinnar“ og mun hann vel fallinn til þess“.
Palladómi lýkur með þessum orðum í Skinfaxa 24. maí 1903:
,,Hann ætti að verða vísindamaður og eiga ósköp góða konu, sem
færi vel með hann og drifi hann áfram til framkvæmda, án þess
að grípa nokurn tíma til eldhússköringsins“.
168
Goðasteinn