Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 194
Var gaman að koma þar inn og sjá gleðibragðið á hinu sjúka fólki.
- Mun öllum hafa fundist þeir vera þar í móðurhöndum."
Guðrún P. Helgadóttir, fv. skólastjóri, kemst svo að orði í
minningargrein um Agústu (Morgunbl. 20. ágúst 1963): ,,Hjúkr-
unarstörfin voru Agústu einkar lagin. I starfi sínu bar hún með sér
mildi og hlýju, en jafnframt var yfir henni festa og myndugleiki,
sem vakti traust og sjálf fann hún best ábyrgðina á herðum sér.
Allt varð að víkja fyrir velferð sjúklingsins, og margar urðu vöku-
næturnar, ef svo bar undir.“
Jónas Sveinsson læknir í eftirmælum um Agústu: ,,Hún líktist
pabba sínum í því að vilja af fremsta megni hjúkra og lækna, og
réðist ung til mágs síns, Guðmundar læknis, sem hjúkrunarkona.
Eftir heyrði ég haft að Ágústa hefði verið verið framúrskarandi
í því starfi. Hann var mikill skurðlæknir og útheimtu störf hans
við skjúkrahúsið nákvæmrar hjúkrunar og aðhlynningar.“
Sjúkrahúsið á Hvoli, þó ekki væri það stórt, var hin nauðsyn-
legasta stofnun fyrir stórt svæði sunnanlands. Ógerlegt gat verið
að koma bráðveikum manni til aðgerðar í Reykjavík.
í Tímanum 1. júní 1918 segir í fréttabréfi undan Eyjafjöllum að
héraðslæknir hafi ærið að starfa, oft hvert rúm fullt í sjúkrahús-
inu. ,.Má af því sjá, að næg þörf hafi verið fyrir þá stofnun, enda
nota hana fleiri en sýslubúar einir. Þykjast tlestir hólpnir sem
komast undir hníf Guðmundar Guðfinnssonar og hendur Ágústu
Lárusdóttur ... og eru þau bæði mjög vel þokkuð og vinsæl af
sjúklingum.“
Dæmi um sjúkratlutning frá vetri 1918 (Þórður Tómasson,
Austan blakar laufið). Fullorðin kona veiktist af mikilli ígerð í
læri. Varþáeitttil ráða, að flytjakonuna út að Stórólfshvoli íspít-
alann. Konan þvertók fyrir að svo yrði gert, kvaðst heldur vilja
deyja heima, en snérist hugur. Konan átti heima undir Eyjafjöll-
um, kölluð Lauga. Þetta var á miðgóu. Þrír bændur tóku að sér
sjúkraflutninginn.
Líðan Laugu á þessu ferðalagi var hin versta. Seint á degi var
komið að Hemlu í V-Landeyjum til að fá flutning yfir Þverá.
Lauga var nú ferjuð yfir ána. Á hinum bakkanum beið Björn
bóndi á Grund með hestvagn sem hann fékk að láni hjá Sæmundi
192
Goðasteinn