Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 308
hreppi, og tóku ungu hjónin við búinu af þeim strax vorið 1944.
Byggðu þau jörðina upp af stórhug og myndarskap, reistu ný úti-
hús og nýjan bæ, og brutu land til ræktunar. Juku þau löndum
tveggja aðliggjandi jarða við Götu; Ormsvallar og Eystri-Garðs-
auka, og renndu þar með styrkari stoðum undir búið. Þeim Jóni
og Ragnhildi varð auðið fjögurra barna. Þau eru Astríður, búsett
í Grindavík, gift Guðmundi Snorra Guðmundssyni; Bjarghildur
býr einnig í Grindavík, gift Helga Einarssyni, Asgeir Vöggur,
sem dó tæpra 11 ára vorið 1961, og Guðni Vignir, búsettur í Garða-
bæ og kvæntur Þórunni Birnu Björgvinsdóttir. Þar að auki átti Jón
soninn Omar fyrir hjónaband með Fjólu Emilsdóttur frá Patreks-
firði, en hann lést árið 1964, 23ja ára að aldri. Einnig ólu þau Jón
og Ragnhildur upp dótturson sinn, Omar Jón Arnason, sem hefur
verið þeim mikil stoð og stytta í búskapnum hin síðari ár.
Jón var ötull og dugandi bóndi öll sín búskaparár. Hann sóttist
ekki eftir vegtyllum í lífinu, en lét sig þó félags- og hagsmunamál
bænda nokkru skipta. Hann var bókhneigður maður og vel lesinn
og víða heikma. Trúmaður var hann einnig, en flíkað lítt trú sinni,
bar reyndar hugðarefni sín ekki fyrir hvers manns dyr. Jón var
geðríkur og stórhuga maður, svo sem búið Götu og uppbygging
þess ber glöggt vitni. Arum saman var hann leitarforingi Hvol-
hreppinga á afrétti þeirra á Emstrum, og naut þeirra térða ríku-
lega, enda hestamaður góður og sinnti hrossaræktinni af miklum
áhuga síðustu árin, þegar segiin höfðu verið dregin saman í bú-
skapnum. Naut hann góðrar heilsu til að sinna hugðarefnum sín-
um allt til hinstu stundar, og lést mitt í önn dagsins heima í Götu
hinn 10. september 1991, 73ja ára að aldri. Hann var jarðsunginn
frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 21. september 1991.
Gísli Kristjánsson
Hvolsvelli
Gísli Kristjánsson fæddist á Ólafsfirði 1. september 1933, þriðji
í röð fimm barna hjónanna Kristjáns Friðrikssonar og Jónínu
Kristínar Sigurðardóttur. Hann ólst upp við venjubundin störf og
306
Goðasteinn