Goðasteinn - 01.09.1993, Side 178
stjóri var danskur maður, Pragh. Um frammistöðu þeirra segir í
bók S. Poulsen og Rosenbergs, Islandsferðin 1907: ,,Aður en
Reykjavíkurdagarnir voru liðnir áttu þær hug vorn allan. Þær
gengu til starfa í töfrandi látleysi, unnu bug á erfiðleikum viku-
ferðar út um sveitir, með þolgæðisbros á vör“. A öðrum stað í
bókinni: ,,Ekki má gleyma hópi íslenskra stúlkna, sem fóru með
konungsfylgd til framreiðslustarfa og stunduðu verk sitt af yndi
og sórna. An þeirra hefðu öll veisluhöld áreiðanlega farið fram
með öðrum hætti og óyndislegri“. Stúlkunum sem valdar voru í
þetta starf þótti hafa verið sýndur mikill sómi.
Á Kópaskeri
Síðustu námsár Guðmundar bjuggu þau Margrét á Spítalastíg
6 og þar fæddist Lárus Haraldur, elsta barn þeirra 28. apríl 1909.
I október 1909 var Guðmundur settur staðgöngumaður héraðs-
læknisins í Rangárhéraði. I Þjóðólfi 1. október 1909erþessi frétt:
,,Nýir lœknar. I Rangárvallalæknishéraði er Guðmundur Guð-
finnsson læknaskólakandidat settur til að þjóna í fjarveru héraðs-
læknis Jóns Hj. Sigurðssonar, sem dvelur ytra“. Þar þjónaði
Guðmundur tæpt ár.
Hinn 16. ágúst 1910 var Guðmundur settur héraðslæknir í Axar-
tjarðarhéraði og 21. maí 1911 ,,allramildlegast“ skipaður í em-
bætti með aðsetur á Kópaskeri, jafnframt til að þjóna Þistilfjarð-
arhéraði að hluta.
I mikið var ráðist að flytja búferlum norður í Þingeyjarsýslu
eins og samgöngum var háttað 1910. Kaupa lyf og læknisáhöld af
litlum eða engum efnum, skuldugur eftir námsárin. Yngvi bróðir
Guðmundar flutti norður með fjölskyldunni, henni til halds og
trausts, fjölhæfur maður.
Læknishjónunum var vel tekið á Kópaskeri og frú Margrét
eignaðist þar ágæta vinkonu eða vinkonur. Hún laðaði fólk að sér,
hress í skapi, hláturmild, laus við víl og vol þó á móti blési.
Héraðslæknar sumir höfðu jarðir til ábúðar, sem líklega létti
þeim baslið. Guðmundur hefði víst getað tekið undir með ná-
granna sínum Ingólfi Gíslasyni sem sagði löngu síðar: ,,Við áttum
ekkert nema skuldir“. Og Skúli læknir Arnason mælti svo við Sig-
176
Goðasteinn