Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 182
1925, síðar héraðslæknir til 1956, Heimir Bjarnason 1957, Þorgeir
Gestsson 1958—1965, ísleifur Halldórsson frá 1965.
Eigandi Hvolsstorfunnar á síðari hluta 19. aldar var Jón Arna-
son bóndi í Vestri-Garðsauka, hreppstjóri og dannebrogsmaður.
,,Hann var prúður maður og tillögugóður í sveitar- og héraðsmál-
um“. Þótti hygginn og dugnaðarmaður. Hann var einn efnaðasti
bóndi í héraði. Hann átti auk Garðsauka og Stórólfshvols jarðirn-
ar Króktún, Þinghól, Götu, Ormsvöll og Djúpadal. kona Jóns,
Sigríður Skúladóttir læknis Thorarensens á Móeiðarhvoli. Hún
átti Dufþaksholt, Miðkrika í Hvolhreppi og jörð eða jarðarpart í
Vetleifsholtshverfi.
Jón Árnason var fæddur 1845. Hann andaðist 10. mars 1910. Bjó
lengi rausnarbúi í V-Garðsauka, flutti til Reykjavíkur 1896 eða
1898 vegna vanheilsu konu sinnar. Hann keypti húsið Vesturgötu
5 afEinari Benediktssyni. Sigríður, kona Jóns, andaðist 1905. Þá
er Jón dó voru þrjú börn þeirra Sigríðar á lífi: Elín, Ragnheiður,
sem lengi var skólastjóri Kvennaskólans og Skúli útgerðarmaður.
Hann og Elín systir hans fengu Stórólfshvolstorfuna í sinn hlut við
arfaskipti og seldu hana Rangárvallasýslu árið 1913.
I kaupsamningi segir, að þau Skúli og Elín selji ,,sýslufélagi
Rangárvallasýslu jörðina Stórólfshvol með hjáleigunum Krók-
túni, Þinghól og Ormsvelli, sem nú eru undir sérstakri ábúð,
ásamt öðrum hjáleigum er Stórólfshvoli fylgi samkvæmt jarða-
matsbók 1861 að Götu undanskiiinni, samtals 67.65 jarðarhundr-
uð að dýrleika“.
I kaupunum fylgja 12'Æ innstæðu kúgildi, kýr eða ásauðarkú-
gildi eftir því sem verið hefur, svo og jarðarhús og öll mannvirki
á jörðinni sem ekki eru sérstök eign ábúandans.
Kaupverðið er 14180 krónur og skal kaupandi greiða það í far-
dögum 1914. Síðan koma ákvæði sem jafnan fylgja slíkum gern-
ingum. Afsal er dagsett 6. júlí 1914 í Reykjavík, kaupverðið að
fullu greitt. Aðrar hjáleigur, sem eru ekki nafngreindar í kaup-
samningi munu vera skv. jarðabók 1861 Stóragerði og Litlagerði,
sem talið er að hafi verið vestan við Króktún. Þar eru bæjarrústir.
Kornhús var þar sem gamla samkomuhúsið var.
í júní 1906 fengu hjónin Siguður Guðmundsson og Katrín
180
Goðasteinn