Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 161
var eftir honum að það væri slæmur hestur, sem ekki þyldi að
honum væri riðið einhesta frá Reykjavík að Fljótsdal á einum
degi, en þessi vegalengd er um 140 km. Ymsar sögur gengu um
Benidikt og ein er sú að aldrei þótti honum hestar of viljugir. Eitt
sinn frétti hann af hesti í Lambhaga á Rangárvöllum, sem var hinn
mesti gæðingur. Hestur þessi var svartkúfóttur á lit og svo ólmur
að fæstir hötðu stjórn á honum. Benidikt tekur sér nú ferð á hend-
ur að Lambhaga og falar klárinn til kaups, en eigandi taldi hann
fárra meðfæri fyrir vilja sakir. Benidikt vill samt fá að koma á bak
klárnum og var það mál auðsótt, en um leið og hann er kominn
í hnakkinn tekur hesturinn sprettinn og lætur ekki að stjórn sem
fyrr, hleypur með Benidikt beint af augum og á kaf út í Lamb-
hagaflóð, þar brjótast þeir um nokkurn tíma, en svamla að lokum
til sama lands, slær þá Benidikt í klárinn og hleypir heim að
Lambhaga, stekkur af baki og býður eiganda fyrir hestinn
snemmbæra kú og þótti það mikið verð fyrir hest í þá daga. Lór
svo Benidikt heim með klárinn og naut hans vel og lengi og fór
á honum marga svaðilför. A þessum árum sem hér um ræðir sóttu
margir Fljótshlíðingar sjó á vetrum austur undir Eyjafjöll og öfl-
uðu sér þannig nýmetis og var Benedikt einn af þeim. Svo var það
eitt sinn er norðanátt gerði og frost, en þá var oft dauður sjór við
sandana að róðrar hófust undir Eyjafjöllum, hugðust þá margir
Fljótshlíðingar komast í skiprúm þar, en sá var hængur á að frost
hafði hert mjög svo vötn hlupu upp og urðu næstum ófær, var þar
um að ræða Þverá, Affall, Ála og Markarfljót. Þó ákváðu þeir að
fara og mæltu sér mót í Hlíðarendakoti og ætluðu að verða sam-
ferð austur yfir vötnin, en einkum var Markarfljót talið næstum
ófært. Að ákveðnum degi komu allir á umræddan stað nema
Benidikt í Fljótsdal, en þar sem ekki þótti fært að bíða hans lengi,
lögðu þeir af stað og gekk allt vel suður yfir Þverá, Affall og Ála,
en þegar að Markarfljóti kom er það svo upphlaupið að þeir telja
það með öllu ófært, leita þeir þá ofan með því og allt niður undir
sjó og brjótast þar yfir það við illan leik. En þegar þeir koma að
Seljalandi, sem er bær skammt austan við Lljótið, situr Benidikt
þar í stofu, en Kúfur frá Lambhaga stendur við töðustall og voru
báðir hinir hressustu. Hlíðarmenn vildu nú vita hvar Benidikt
Goðasteinn
159