Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 181
Orms í fornum fræðum. Við hann er kenndur Ormsvöllur í Hvol-
hreppi. Oddaverjar bjuggu á Hvoli á 13. öld.
Stórólfshvoll stendur upp við Hvolsfjall sem oft er nefnt Bjalli.
Landareign víðáttumikil, allt að Eystri-Rangá, mest vallendis-
móar, kjörið land til ræktunar. Stór hluti lands tekinn undir gras-
kögglaverksmiðju, en það fyrirtæki lagði upp laupana.
I Jarðabók 1709 var Stórólfshvoll 80 hundraða jörð með hjáleig-
um. Þar höfðu eignamenn búið háa herrans tíð. Fóðrast kunnu 15
kýr. Kirkjan átti hálfan reka Fitjafjöru í Landeyjum móti Skál-
holtsdónikirkju. Skógarítök í Næfurholtslandi kallaðir Hvols-
skógar. Vikur úr Heklu veldur því að skógurinn visnar upp, segir
í Jarðabókinni. Hjáleigur: Kornhús, Stóragerði, Litlagerði (ekki
búið þar lengi), Króktún, Þinghóll, Vindás.
A Efrahvolstorfu voru á sama tímaa 4 bæir í einu , ,þorpi“. Arið
1861 er Kornhús talin 10 hundraða jörð, Stóragerði sama, Króktún
5 hundr. Stórólfshvoll var menningarsetur héraðsins, Oddi
menntasetur, kirkja var þar um aldir og er, helguð Maríu guðs-
móður og Olafi kóngi í kaþólskum sið. Oddaverjar bjuggu á
staðnum á 13. öld, síðar var þar lengi sýslumannssetur. A fyrra
helmingi 17. aldar fóru einna mestar sögur af Vigfúsi Gíslasyni
sýslumanni. Var talið að mestur auður í einkaeign væri þá saman-
safnaður á Hvoli í tíð Vigfúsar og frú Katrínar Erlendsdóttur.
,,Þessi forna Oddaverjaeign var enn athvarf valds, auðs hástéttar
í Landinu"' (Þ.T. Goðasteinn 1970) Vigfús þótti fégjarn og harð-
drægur valdsmaður. Hann var sýslumaður í Arnessýslu og Vest-
mannaeyjum 1632 og fékk síðar Rangárvallasýslu. Haustið 1648
var Hvolsbrenna. Brann þá allur staðurinn nema kirkjan og hefur
í fáa tíma eyðst meiri auður á Islandi í húsbruna.
Frá aldamótum 1900 var Stórólfshvoll oft læknissetur, sumir
læknanna áttu þar ekki langa dvöl og stunduðu ekki búskap. Síð-
asti iæknir sem bjó þar góðu búi var Helgi Jónasson (1894—
1960), héraðslæknir 1925—1956.
Olafur Guðmundsson frá Kvennabrekku var héraðslæknir
1890—1905, HalldórGunnlaugsson 1905—1906, Jón Hj. Sigurðs-
son 1906—1911, Pétur Thoroddsen 1911—1912, Guðmundur Guð-
finnsson 1912—1925, Helgi Jónasson staðgöngumaður 1923—
Goðasteinn
179