Goðasteinn - 01.09.1993, Side 198
í fyrstu, en drógust svo í ýmsa dilka, sumir í Framsókn, aðrir
gerðu bandalag móti Framsóknarmönnum og Alþýðuflokki.
Kosið var 15. nóvember. Kosningar hlutu Gunnar Sigurðsson U
(F) með 455 atkvæðum og Guðmundur læknir fékk 382 atkvæði
(U) (F). Sr. Eggert fékk 252 atkv. og Einar Jónsson 165. Skúli og
Guðmundur á Núpi ráku lestina, Skúli með 165 atkv. og Guð-
mundur með 69.
I næstu kosningum, 1923, sigraði gamli klerkurinn á ,,Breiða-
bólstað" með 692 atkv. og með honum Klemens Jónsson ráð-
herra, sem taldist til Framsóknar, hlaut 651 atkv., Gunnar cand.
jur. frá Selalæk féll og Einar bóndi á Geldingarlæk sem hlaut 641
atkv. Svo mjótt var milli hans og ráðherrans.
Sr. Eggert bauð sig fyrst fram gegn Magnúsi Torfasyni árið
1900 og féll. Svo segir í Alþingisrímum:
Eggert svarta hempu hristi,
hleypti vindi á stað,
atkvæðanna megnið missti;
manninum gramdist það.
I Palladómum Magnúsar Magnússonar 1925 segir m.a. um sr.
Eggert: ,,Séra Eggert hefir setið lengi á þingi og ætíð komið þar
mjög prestlega fram. Hefir honum æ verið það ljóst, að allt er hé-
gómi, sem tilheyrir þessum heimi, og því forðast að vera í fylgd
með þeim mönnum, sem verið hafa í framfarabraski og hégóm-
legum endurbótum í þessum auma táradal".
Fyrir kosningar 1902 sagði ísafold að Rangæingum gæfist kost-
ur á að kjósa úr ,,framfaraliðinu“ Magnús Torfason og Þórð í
Hala)þm. Rang. 1892—1901). ,,En afturhaldsliðið vill troða uppá
þá þeim Eggert klerki á Breiðabólstað og Sighvati gamla, sem er
kominn fast að áttræðu“. Þeir voru báðir kosnir og Sighvatur sat
þá sitt síðasta þing.
I kosningunum 1927 fékk Einar á Geldingarlæk sitt síðasta
tækifæri til þingsetu, hlaut 669 atkv. og nú fylgdi Gunnar Sigurðs-
son honum til þings með 520 atkv. Þetta var síðasta kjörtímabil
beggja. Gunnar bauð sig fram síðast 1931, utan flokka og fékk 232
196
Goðasteinn