Goðasteinn - 01.09.1993, Qupperneq 112
og vitað er að hann gaf ríkulega heimanfylgju með dætrum sínum; 1672 taldi hann
Gróu dóttur sinni 100 hundraða í fostu og 100 hundraða í lausu, sbr. Sýsl IV, bls. 537.
Þannig hefur Bjarni orðið að leggja fram vel á móti. Arfurinn eftir Gísla hefur verið
töluverður og þau voru einu erftngjarnir, Bjarni og Helga.
42. Gísli sonur þeirra, búandi í Vetleifsholti, var 25 ára skv. Manntali 1703.
43. Alþingisbœkur íslands IX (1957-64), bls. 92.
44. Stríðshjálpin 1681, í rentukammersskjölum (Rtk. II.2.1) á Þjskjs. Gísli Magnússon
sýslumaður gerir grein fyrir að landskuldin sé áætluð á óðalsjörðum sem aldrei hafi
verið leigðar; þetta á líklega við Skarð. Hugmyndin var víst sú að hundrað kæmi af
hverjum 20 hundruðum og er Skarð samkvæmt þessu 60 hundraða.
45. Einar Bjarnason, Lögréttumannatal (1952-5).
46. Vísitazíubók um Sunnlendingafjórðungs 1641-70. Þjskjs. Bps. AII, 7, bls. 71, 181,228.
47. Um þetta slys sjá einkum Fitjaannál, Annálar 1400-1800, II, bls. 112-13.
48. Eyrarannáll, Annálar 1400-1800, II, bls. 287.
49. Etv. á að skilja svo að Magnús haft lækkað matið í 56 hundruð ? Jörðin taldist 50
hundruð árið 1686 en 80 hundruð árið 1695, sbr. Björn Lárusson, The Old lcelandic
Land Registers (1967), bls. 97. Vitnisburður um þátt Magnúsar Kortssonar er í Jarða-
bók Árna og Páls.
50. Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns I, bls. 303.
51. Stríðshjálp 1681, í rentukammersskjölum á Þjskjs. Stokkseyrar-Dísa leigði jörðina út
og voru ábúendur tveir árið 1711 og greiddu alls eitt hundrað og sextíu álnir í land-
skuld. Þettaer mikil lækkun en þess verður að gætaað stórabóla var nýgenginog eftir-
spurn eftir jarðnæði ekki mikil.
52. Guðni Jónsson, Bólstaðirog búendur íStokkseyrarhreppi (1952), bls. 135. Jörðin (25
hundruð hennar) var svo í eigu Katrínar, ekkju Vigfúsar, sbr. AM 463 fol.
53. Vísitazíubók Jóns biskups Vídalíns, Þjskjs. Bps A II. 14. Kloft 1704, bls. 168.
54. Guðmundur Árnason í Múla, Uppblástur og eyðing býla í Landsveit. Sandgrœðslan
(1958), bls. 52-3. Arnór Sigurjónsson, Ágrip af gróðursögu landsins til 1880. Sama
rit, bls. 24. Hákon Bjarnason studdist við skoðanir Guðmundar í grein sinni Fundið
Skógarkot. Við hljóðnemann (1950), bls. 136-44. Ekki fjallar Hákon um það hvort
Skógarkot, sem þeir Guðmundur fundu af leifarnar um þrjá km frá Skarfanesi og tvo
frá Þjórsá og töldu hafa farið í eyði um 1880, hafi verið sama Skógarkot og getið er
í Jarðabók Árna og Páls og þar er sagt vera í högum Skarðs. Er getið að það sé í eyði
og kunni ekki að byggjast aftur (I, bls. 292-3). Guðmundur telur þetta hins vegar sömu
jörðina og þá sem byggðist með þessu nafni 1829 og fór í eyði 1870, sama rit, bls.
60-61.
55. Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vidalíns I, bls. 283-4.
56. Jarðaskjöl Rangárvallasýslu í útgáfu Gunnars F. Guðmundssonar, nr. 54, 56,58.
57. Skammt frá Gömlu Ósgröf var Forna Skarfanes en Vigfús Gíslason sagði árið 1645
að Skarfanes væri „slægjulítil" jörð og taldist hún þó 30 hundruð. Sbr. Alþingisbœkur
íslands VI (1933-40), bls. 145. Þetta þarf ekki að benda til uppblásturs.
58. Er þess enn að geta að kvartað var 1641 um að erfitt væri að fá ábúanda að Yrjum.
Það hefur varla verið vegna blásturs. Um Yrjakotog Ósgröf sjá undir Skarð í Vísitazíu-
bók um Sunnlendingafjórðung 1641-70. Þjskjs. Bps. A II, 7, bls. 57-, 179-.
59. Þetta var Magnús Guðmundsson sem dó á alþingi árið 1668, á að hafa orðið bráð-
kvaddur, drukkinn, sbr. Fitjannál, Kjósarannál og Hestsannál, Annálar 1400-1800II,
bls. 216, 447, 495. Sjá og Alþingisbœkur íslands 1668. Það er Jón Halldórsson í Hítar-
110
Goðasteinn