Goðasteinn - 01.09.1993, Side 197
hefur m.a. þetta að segja um frambjóðendur í Rangárvallasýslu:
Gamli og nýi tíminn takast á, ,,tveir eru stirðir og þungfærir,
gamlaðir með elliglöpum, en tveir eru í bestu stælingu, fullir af
fjöri og áhuga“. Hinir ,,gömlu“ voru sr. Eggert Pálsson prófastur
á Breiðabólstað, þm. Rangæinga frá 1902 og Einar Jónsson bóndi
á Geldingarlæk, þrn. Rang. frá 1908. í kjöri 1919 fyrir Heima-
stjórnarflokk. Þá voru í framboði Skúli á Móeiðarhvoli og Guð-
mundur Erlendsson á Núpi fyrir sama flokk. Baráttan stóð þó,
sem allir vissu, milli gömlu þingmannanna og þeirra frænda
Gunnars og Guðmundar.
Tíminn 4. nóv. birtir bréf undan Eyjafjöllum um kosningarnar.
Þar segir að prestur og læknir keppi um þingmennskuna, báðir
vinsælir embættismenn. ,,Um Guðmund lækni óttast menn það
mest að hann þoli ekki til lengdar hinar látlausu embættisannir.
Þær muni á tiltölulega skömmum tíma ganga fram af honum,
a.m.k. svo að hann reyni áður en langt um liði, að koma sér í hæg-
ari læknisaðstöðu, en Rangæingar vilja sem vonlegt er, hann með
engu móti missa.“ Það muni vera tilbreyting fyrir hann að fara á
þing í einn mánuð. Og leið til að tryggja sér hæfileika hans til
frambúðar að senda hann á þing.
Hinn 3. nóvember birtist í Þjóðólfi klausa um kosninguna í
Rangárvallasýslu. Þar segir að fossamálið, raflýsing sveitanna, sé
rnikið áhugamál Rangæinga. Um það eru allir frambjóðendurnir
sammála. Gunnari og Guðmundi sé best treystandi til ákveðinnar
framgöngu, ,,þeir gömlu daga uppi, eru endurminningar um for-
tíðina.“ Þjóðólfur telur, að Guðmundar á Núpi og
Skúla Thorarensen muni lítið gæta í kosningunum. ,,Aftur á móti
segja fregnir að fylgi þeirra Gunnars og Guðmundar læknis sé
mikið, og sennilegt talið að þeir nái kosningu". Þingmenn orðnir
á eftir tímanum ættu að draga sig til baka, svo ungir framfaramenn
fái að reyna sig í stað þrásetu, öðrum til skapraunar.“
Þetta reyndust daufar kosningar, t.d. voru 9 þm. sjálfkjörnir,
Karl Einarsson fógeti í Eyjum, Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík,
Þorleifur í Hólum, Benedikt Sveinsson (faðir Bjarna ráðherra),
Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti Seyðisfirði, Pétur Ottesen og
Halldór Steinsen læknir. Margir þingmenn töldu sig utan flokka
Goðasteinn
195