Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 282
kona hans Guðbjörg Guðmundsdóttir, sem bjuggu í Seli. Valtýr
var þaðan, en Guðbjörg frá Hólmahjáleigu. þau hófu búskap sinn
í Seli rétt fyrir aldamót. Valtýr og Guðbjörg eignuðust sjö börn,
3 syni og 4 dætur. Ein dætranna lést barnung og hét Þuríður. Nú
eru þrjár systranna á lífi (1990). Þórhildur, Þuríður og Helga, all-
ar í Reykjavík. Bræðurnir eru nú allir látnir: Magnús sem var í
Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík, Geirmundur sem var síð-
ast í Reykjavík og lést 1989 og síðast Karel.
Allan þann tíma, sem Karel var í Seli vann hann öll þau störf,
er þá tíðkuðust á sveitaheimili. Á fyrri árum vann hann nokkuð
út í frá, réri frá Landeyjasandi þegar útræði var þar, fór til vers
í Vestmannaeyjum og var við fyrirhleðslustörf við Markarfljót.
Hann átti sterkar rætur í þeim jarðvegi, sem eldra fólk minnist
gjarnan á, þegar rætt er um gamla Selsheimilið, þar sem ríktu
gjafmildi og velvilji, hlýtt viðmót og glaðværð. Karel sá gjarnan
björtu hliðarnar á lífinu enda mótaðist hann snemma af slíku við-
horfi.
Árið 1913 lést Valtýr faðir Karels og eftir það bjuggu systkinin
áfram í Seli með móður sinni eða fram yfir 1930, en þá tóku Geir-
mundur, Karel og Þórhildur alveg við búinu og var Geirmundur
síðan talinn fýrir því. Hann og Karel voru mjög samrýmdir og
samhentir í búskapnum.
Guðbjörg móðir þeirra systkina lifði til 1951. Um vorið 1972
fluttu þau svo til Reykjavíkur og tók þá Sverrir sonur Þuríðar við
búsforráðum, en hann hafði alist upp hjá þeim systkinum og býr
hann nú í Seli ásamt Ástu eiginkonu sinni og börnum.
Á meðan heilsa Karels leyfði kom hann oft að Seli og hjálpaði
til við búskapinn. Voru þá vorverkin í sveitinni honum mjög í
huga. I Reykjavík vann Karel ýms störf, leysti aðallega af í sumar-
leyfum hjá Sambandinu, rögun á timbri hjá Völundi og eitthvað
mun hann hafa verið í byggingavinnu.
I sveitinni var hann natinn við skepnur og boðinn og búinn að
annast ýmsar útréttingar. Áhugamálið var að búskapurinn gengi
sem best og sem gamall maður naut hann þess að lesa fyrir börnin
í Seli og fræða þau. Hann bar aldurinn vel, var léttur á sér, vand-
virkur og samviskusamur. Og þótt hann hyrfi úr átthögum sínum
280
Godasteinn