Goðasteinn - 01.09.1993, Side 101
eyri átti ekki einungis Leirubakka, sem hann mun hafa erft, held-
ur keypti hann Skarð og svo átti hann líka Stóruvelli árið 1644.
Er sennilegt að hann hafi keypt þá, eins og Skarð, fremur en erft
þá. Bjarni, sem var lögréttumaður á Stokkseyri og ráðsmaður í
Skálholti, lét sér þetta ekki nægja heldur hafði hann líka keypt 25
hundruð í Skarfanesi á Landi, 30 hundraða jörð, árið 1643. Fyrir
Bjarna vakti kannski að koma á svipuðu veldi á Landi og forfaðir
hans, Torfi í Klofa, kom á forðum.
Vigfús Gíslason, sýslumaður Rangæinga, átti Klofa. Hann sat
á Stórólfshvoli en brást við harkalega og brigðaði jörðina Skarfa-
nes, þóttist ekki vilja að hún gengi úr ætt sinni. Heldur olli þessi
krafa vanda og stóð í stappi í fjögur ár eða þar til kaupin gengu
aftur árið 1647.52
Vigfúsi hefur engan veginn verið sama um að Bjarni næði að
mynda enn stærri jarðatorfu á Landi og hafa vafalítið verið efna-
hagslegir og pólitískir hagsmunir í húfi. Sýslumenn gátu aldrei
verið öruggir um embætti sín á 17. öld, Vigfús hafði misst sýslu
á sínum tíma og núna var Magnús sonur Bjarna, síðar sýslumaður
í Vestmannaeyjum og Rangárþingi, upprennandi lögréttumaður á
Leirubakka og Gísli bróðir hans hefur sennilega verið orðinn
bóndi í Skarði á þessum tíma. Vigfús hafði ástæðu til að óttast
uppgang þeirra Bjarna og sona hans, Gísla, Magnúsar og Mark-
úsar, kannski einkum Magnúsar.
Það er víst að um 1645 eru efnamenn ekki að keppast við að
losna við jarðir á Landi, eins og virðist vera um 45 árum síðar.
Um 1690 áttu konur Skarð og Stóruvelli en bjuggu annars staðar.
Bauka-Jónssynir, eigendur Klofa, sátu þar ekki og buðu jörðina
til sölu. Er táknrænt fyrir breytta tíma að árið 1704 hafði Guð-
mundur bóndi á Leirubakka, Magnússon, Bjarnasonar, haft jörð-
ina Klofa í umboði þeirra biskupssona.53 Höfðingjarígur vegna
hagsmuna á Landi fauk út í veður og vind með jarðveginum og
synir Bauka-Jóns sátu annars staðar, Gísli faðir Magnúsar amt-
manns var í Mávahlíð og víðar við Breiðafjörð en Vigfús var á
Leirá. Nýr eigandi sat heldur ekki í Klofa og fyrir 1729 munu af-
komendur Bjarna Sigurðssonar hafa verið farnir frá Leirubakka.
Goðasteinn
99