Goðasteinn - 01.09.1993, Side 190
bar góða gesti að garði í Hvoli, Guðrúnu systur Margrétar á
Hvoli, Helga unnusta Guðrúnar og systkinin Olaf lækni þá á
Brekku og Agústu. Þá var ákveðið að ríða austur að Holti undir
Eyjafjöllum, heimsækja séra Jakob, bróður þeirra, og frú Sigríði
Kjartansdóttur. Með í för var Knútur Kristinsson aðstoðarlæknir
Guðmundar. Veðurblíða var. Þá hefur verið ævintýri líkast að ríða
austur með Fljótshlíð á vinstri hönd og síðan Eyjafjöllin. Frá
Holti var haldið að Skógafossi ,,til að skoða þessa aðalprýði
sveitarinnar“. Á heimleið var haldið með ströndinni og jók það
fjölbreytileik ferðarinnar.
Árið 1924 sagði Guðmundur lausu Iæknishéraðinu. Hann
ákvað að fara utan og stunda sérnám í augnlækningum í Austur-
ríki 1923—24. Úttekt á jörðinni fór fram 5. júní 1925, umboðs-
maður fyrir hönd sýslunefndar var Björgvin Vigfússon sýslumað-
ur. Álag sem fráfarandi ábúanda bar að greiða var kr. 226.75. Met-
ið upp í álag gaddavír sem svarar til 5 rúllum sem ábúandi lagði
tii. hver rúlla metin á 30 kr. Til frádráttar komu því 150 krónur
og álag þá kr. 76.000,-.
Þá er Guðmundur kom heim héldu Rangæingar honum veglegt
samsæti á Selalæk, sóttu það um hundrað manns. Héraðsbúar
færðu hjónunum að gjöf málverk af Þjórsárdal.
Þorsteinn Jónsson bóndi á Hrafntóftum komst m.a. svo að orði
í grein um læknishjónin í Vísi 8. apríl 1925. Engin var auður í búi
er þau komu að norðan 1912 eftir dýra búferlafluttninga. ,,En
bráðlega tókst honum að koma upp laglegu búi á Stórólfshvoli og
fljótlega bar á mikilli heimilisrausn á læknissetrinu og góðri
stjórn í búskapnum. Má þakka það, eigi síður, hinni góðu konu
hans, frú Margréti Lárusdóttur, því að hún er búkona hin mesta.
Varð hún oft að hafa alla bústjórnina á hendi, því að maður hennar
var löngum að heiman í lækniserindum, utan héraðs og innan, á
Alþingi og síðasta árið erlendis.“
Þrátt fyrir miklar læknisannir komst Guðmundur ekki hjá því
að takast á hendur trúnaðarstörf í sveitarmálum. Hann var í
hreppsnefnd og yfirskattanefnd. Þá var hann formaður stjórnar
Sparisjóðs Rangárvallasýslu frá stofnun hans 1919 til 1927.
EímlæknisstörfGuðmundarskrifarÞorsteinn: ,,Þaðþótti fljót-
188
Goðasteinn