Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 174
Lárus dvaldi í foreldrahúsum til hálfþrítugs. Þá þótti honum
,,þröngt og tómlegt“ í kringum sig í fámenninu eystra (sr. Olafur
Olafsson í útfararæðu). Hélt Lárus þá til Reykjavíkur og voru
áform hans til að sigla til Frakklands. í Reykjavík lagðist Lárus
í taugaveiki, fékk meðul hjá hómopata og þakkaði þeim bata sinn.
Þetta varð til þess að hugur hans snérist að því að stunda smá-
skammtalækningar. Tók nú að nema dönsku og þýsku til þess að
geta lesið sér til um þessi fræði. Þá lá leið hans austur í Skafta-
fellssýslur og fór að stunda smáskammtalækningar. í þann tíð
voru læknar fáir, jafnvel einn með 2—3 sýslur, og þekking á lægra
stigi en síðar varð. Víða var læknislaust. Þórbergur Þórðarson
virðist ekki frá því að Lárus hefði læknað sig af undarlegum sjúk-
leika. Hann segir svo frá í Ofvitanum að hann hefði í mörg ár
þjáðst af einhverjum voðalegum sjúkdóm, sem enginn skildi.
,,Ég blánaði allur í framan og náði ekki andanum. Og svo var ég
alltaf slappur og máttfarinn. Allir héldu að ég mundi þá og þegar
deyja og fólk var farið að segja: Það væri óskandi að guð færi að
taka þennan blessaða krossbera til sín. Það var leitað til margra
lækna og einn af þeim var Lárus HómopatiL
Marta Valgerður Jónsdóttir ættfræðingur um Lárus (Faxi
1967): „Lárus var afar vel virtur, bæði á heimili og utan. Hann
bar þá persónu að allir litu upp til hans. Hans var vitjað víða að,
líklega úr flestum ef ekki öllum landsfjórðungum, kom margs-
konar fólk að vitja hans, bæði fyrir sjálft sig og aðra. Komu marg-
ir sjúklingar langan veg að leita sér lækninga og dvöldu á heimil-
inu fleiri daga, stundum margar vikur. Marga sjúklinga vissi ég
um sem töldu sig hafa fengið góðan bata“.
Lárus hóf búskap á Hellum 1874, nefnt nýbýli, ræktaði bletti
í hrauninu. Landbúskapur hlaut að vera þar fremur smár í snið-
um. Sex árum síðar keypti Lárus Ásláksstaði hálfa og reisti þar
hús sitt Sjónarhól. Var þar brátt gott bú til lands og sjávar. í riti
sr. Jóns Thorarensen, Rauðskinnu, segir að á þessum tíma (um
1880) hafi margir stórbændur og útgerðarmenn búið á Suðurnesj-
um, áttu mikið af skreið er þeir létu til sveitamanna í vöruskipt-
um. Meðal hinna helstu þeirra Einar í Garðhúsum, Sæmundur á
Járngerðarstöðum, Ketill í Kotvogi, Ásbjörn Ólafsson í Innri-
172
Goðasteinn