Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 264
og fá reynsluna til að spinna þann vef, en oft hefir fátæklegra til-
efni gefíst til bjartsýni, en það sem gerðist 1990, þegar vatnasvæð-
ið varð hið gjöfulasta á landinu. Þegar þessi hamskipti með veið-
ina lágu endanlega fyrir, sögðu menn: Þið farið aldeilis að græða.
A því verður að vísu bið, en það er að vísu gróði, að eygja von
um betri tíð. En við þessa menn sagði ég, og segi enn: Góðir eru
aurarnir, en stórum betri er öll sú gleði sem gjöfult veiðivatn færir
ótölulegum fjölda fólks, og enn eitt: Héraðið fær nýtt yfirbragð.
Nú hefir dregið fyrir sólu, og þá sést annað og óþekkilegra, sem
að vísu þessi sveit situr ekki ein að: Það er hrörnunin. - Það hefir
að vísu runnið mikið vatn til sjávar, frá því Þykkvibær var mann-
fleiri en Reykjavík, en þegar Djúpárhreppur varð til, 1936, voru
íbúar 365 í 45 íbúðum. Nú - eftir 55 ár - eru íbúar 233 í 72 íbúð-
um. Síðustu 2 ár hefir íbúum fækkað um 30. Þessi mynd sýnir,
að byggðin má muna sinn fífil fegri, í þessum fyrrum heimkynn-
um samtakanna, en það var áður en gullasna ,,frelsisins“ var veitt
hér hæli, en það hefir leitt af sér ómæld vandræði, jafnvel að
menn hafi misst fótana, eða hrasað efnahagslega.
Það er mál að linni. Þrátt fýrir allt, ber ég þá ósk í brjósti, að
næsti annálsritari hefji mál sitt á því, að segja frá, ,,að betri daga
morgunsól, skín hátt um strönd og hlíð“.
262
Goðasteinn