Goðasteinn - 01.09.1993, Side 19
um hafi verið komið þangað til náms. Hann gengur í þjónustu
Stefáns biskups Jónssonar eigi síðar en 1494 og er í þeirri þjón-
ustu í a.m.k. níu ár. Af því er ljóst, að hann hefur snemma unnið
sér traust og hylli Stefáns biskups og einnig Ögmundar, síðar
biskups, er þá var kirkjuprestur í Skálholti, því að síra Jón er
sennilega ekki mikið yfir tvítugt þá. Má telja mjög líklegt, að síra
Jón hafi gengið í þjónustu biskups að loknu námi í Skálholti.
Síra Jón Einarsson virðist síðan ekki koma við skjöi um sex ára
skeið. Hans getur næst í skjölum 1509, er Stefán biskup Jónsson
kvittar hann af starfi heima í Skálholti, án þess að nefnt sé, hve
langur þjónustutími hans þá hafi verið. A sama skjali er bætt við
kvittun fyrir árið 1501. Jón hefur oftast verið talinn ráðsmaður í
Skálholti árin 1494—1510, m.a. í yfirskriftum ýmissa skjala í
Fornbréfasafni, þótt það komi hvergi fram í skjölunum sjálfum.
Þar er aðeins nefnd þjónusta hans. Hins vegar finnst fimm nafn-
greindra ráðsmanna getið í skjölum frá þessum árum: Jóns Gísla-
sonar 1493—4, Sigurðar Henrikssonar 1495, Einars Ingimundar-
sonar 1502—5, Þorvarðar Ivarssonar 1508—9, og Gríms Þor-
steinssonar 1509. Útilokað virðist því, að síra Jón Einarsson hafi
verið ráðsmaður allan þennan tíma. Hitt væri líklegra, að hann
hafi verið ráðsmaður á árunum 1495 til 1502, enda ljóst, að hann
hefur gegnt miklu trúnaðarstarfi og haft eigið hús á staðnum.
Kvittanabréf Stefáns biskups frá 1503 gæti bent til breytinga á
högum síra Jóns um það leyti. Er ekki ólíklegt, að hann hafi þá
haldið utan til náms. Stefán Karlsson handritafræðingur hefur at-
hugað sérstaklega rithönd síra Jóns Einarssonar. I bréfi til mín
dagsettu 15. febrúar 1979 segir hann: ,,Athugandi er að Jón
Einarsson skrifar bréf á þýsku 1519 (DI-VIIE533, sbr. (7) í skrá
Arna Magnússonar um bréf með hendi Jóns í DI-IX:379). Rit-
hönd hans er fullmótuð í elstu bréfunum 1514 og stingur mjög í
stúf við samtímahendur íslenskar. Eg tel því mjög líklegt að Jón
Einarsson hafi menntast erlendis fyrir 1514.“ Þessi utanfor hans
hefur þá verið á árunum 1503—8.
Hvenær tekur síra Jón prestsvígslu? það er ekki vitað. Hann er
fyrst nefndur í prestadóm 1512. Má því líklegt telja, að hann hafi
tekið prestsvígslu 1510, þegar hann lætur af störfum í Skálholti.
Godasteinn 2
17