Goðasteinn - 01.09.1993, Side 40
Undan ströndinni er sandurinn á ferð og flugi, eftir því hvernig
straumar falla og vindur stendur við landi. Sjávarföll eru mikil
við Suðurströndina, en sjávarfallahæð mun þar vera um eða yfir
þrír metrar á stórstraumi. Sjávarfallastraumurinn kemur upp að
landinu undan Mýrdal og fellur þaðan austur og vestur með landi.
Liggja sandrif fyrir ósa í sömu áttir. Óregla er þó undan Eyjafjöll-
um, þarsem sandrifliggjasittáhvað. Gætir þar truflana frá stefnu
strandar, andstraumum og straumbroti við Vestmannaeyjar.
Við öldurótið og straumaföllin getur sandurinn hlaðist í rif og
rastir undan ströndinni. Þar brotnar hafaldan með brimi og boða-
föllum, allt eftir dýpi og sjógangi. Mest ber á því, þar sem hægt
og sígandi dýpkar út frá ströndinni. I sjógangi og brimi hleðst
sjórinn upp að landinu, þar til þyngdaraflið togar í hann til baka.
Þá verður sjórinn aftur að flæða á haf út, en áhlaðandinn heldur
á móti. Þennan vanda leysir náttúran með því að hleypa vatninu
út um ákveðnar rásir. Þar sem þær eru stöðugar, getur útflæði-
straumurinn grafið sig niður. Myndast þar rennur, eða ,,hlið“,
þar sem brims gætir minna en til beggja handa. Þar gátu verið
lendingar, þó ófært væri annars staðar. Væri þarft verk að kanna
betur áhrif jarðfræðilegu aflanna á strandmótunina með tilliti til
lendingar og útræðis.
Samgöngur
Samgöngur á landi voru ýmsum hömlum háðar. Þrennt þótti til
mikils ferðatrafala: Stórvötn, hraun og urðir, bleytur og foræði.
Því varð að ,, ...leggja götur sem þar lágu síðan í þúsund ár þar
sem síst var blautt og minnst var grjótið og stefnt að ánum þar sem
helst varvaðeðaþáhentugurferjustaður... “ (Haraldur Matthías-
son 1988, s. 63). Gilti jafnt fyrir langferðir sem umferð við bú-
störf, að forblautar mýrar voru illa þokkaðar. Bleytur í heima-
landi voru bæði lýjandi og letjandi. Engjar gátu verið svo blautar,
að á þeim væri vart eða ekki hægt að þurrka hey. Blautir engjaveg-
ir voru líka kvörtunarefni. Þurfti sums staðar að brúa mýrarnar
með torfbrúm. Ekki þarf að tíunda þau óþægindi og vandræði
fólks, að vera síblautt í fæturna við vinnu sína. Var það ekki til
að auka á afköstin. I foræðum og graflækjum í mýrum var auk
38
Goðasteinn