Goðasteinn - 01.09.1993, Page 319
1929. Börn þeirra eru fimm, Jóna Katrín, Guðrún, Sigríður
Fanney, Sigurður og Guðjón. Fjögur þeirra búa í Þykkvabæ.
, Guðni var alla ævi mikill verkmaður og naut lífsins best eftir
langan og afkastamikinn vinnudag. Hann var góður stjórnandi og
miðlaði þeim sem unnu með honum af áhuga sínum. Hann hafði
lært í hörðum skóla sjálfsbjargar og sjálfstæðis að treysta sjálfum
sér og gerði það alla ævi. Hann vann margt utan eigin bús, tók
þátt í að stífla Djúpós sem lauk 1923, fór ungur í róðra frá Vest-
mannaeyjum og Þorlákshöfn og vann við smíðar að heiman og
heima. 1934 smíðaði hann bát með öðrum bændum heima í hest-
húsinu í Háarima. Það var báturinn Farsæll og Guðni var for-
maður á honum í fjölmörg ár.
Guðni varð fyrir miklu slysi við vinnu sína árið 1959 og var
fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Hann jafnaði sig aldei en fékk
þó kraftana aftur og hélt vinnusemi sinni áfram. Pálína dó 1980
og eftir það hélt Guðni heimilið, lærði af sjálfum sér að elda og
baka og fór eftir flóknum uppskriftum sem hann fann. Pálína og
Guðni höfðu snemma í búskap sínum tekið að sér unga konu sem
hvergi gat unað sér annars staðar, hún var jafnan hluti af heimili
þeirra og nýtur umönnunar barna þeirra. Guðni var víðlesinn og
margfróður, áhugamaður um Þykkvabæ, þjóðfélagið og heims-
málin og myndaði sér skoðanir á margvíslegum málum og ræddi
af mikilli list. Hann dó 9. maí 1991 á sjúkrahúsinu á Selfossi og
var jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju 18. maí.
Þórður Þorsteinsson
Þórður Þorsteinsson fæddist 5. október 1914 í Meiri-Tungu í
Holtum, sonur Þórunnar Þórðardóttur ljósmóður og Þorsteins
Jónssonar bónda. Systir hans er Þórdís í Meiri-Tungu og Kristjón
organisti sem nú er dáinn. I Meiri-Tungu var þríbýli og miðstöð
sveitarinnar, þar var símstöð og áætlunarbílar stönsuðu þar og
fólk kom til að hitta heimafólkið sem gegndi ýmsum forystustörf-
um, Þorsteinn faðir Þórðar var bróðir Bjarna í Meiri-Tungu, föð-
ur Þórðar, Jónu, Kristínar og Valtýs, og móðir hans Þórunn var
Goðasleinn
317