Goðasteinn - 01.09.1993, Page 192
í greinarlok segir, að málið hafi komið fyrir sýslunefnd Árnes-
sýslu vorið 1910 ,,og hún kaus þriggja manna nefnd til að gangast
fyrir því, að undirbúningur verði gerður fyrirtækinu til fram-
kvæmda... Mér er orðið hughægara, er ég hefi séð að málið er
að komast á rekspöl“.
Málið komst ekki lengra en á umræðustig; framkvæmdir biðu
í nær hálfa öld. Áður en bílar komu til þurfti að búa um fárveikt
fólk á hestvögnum og hristast með það á vondum vegi til Reykja-
víkur.
Árið 1922 átti þó að byggja Eyrarbakkaspítala. Húsið kom und-
ir þak og fokhelt. Þá skorti fé og húsið stóð hálfgert árum saman.
Var afhent ríkissjóði og gert að fangelsi 1929, Litla-Hraun.
Árið 1958 var í ráði að héraðslæknisbústaðurinn á Selfossi yrði
gerður upp sem sjúkraskýli með 11 rúmum til bráðabirgða. Tveim
árum síðar var byggt við húsið og árið 1960 voru þar 30
rúm.
Víkjum þá að Hvolsspítala. Guðmundur Læknir áleit brýna
nauðsyn bera til að koma upp sjúkraskýli á Hvoli. Hann lagði
málið fyrir sýslunefnd 1915, sem tók því vel. Sýslunefnd sam-
þykkti að reisa húsið á Stórólfshvoli næsta sumar, 1916, í trausti
þess að ríkissjóður legði fram 1/3 kostnaðar. Lyrir lágu teikningar
og skýrsla um undirbúning. Skýlið yrði eign sýslunnar, sem sæi
um rekstur.
Ritið Skinfaxi segir frá undirbúningi málsins í nóvember 1916.
Stefnan eigi að vera eitt sjúkraskýli í hverri sýslu. Það var of mikil
bjartsýni.
Áætlaður stofnkostnaður 1916: Efni og vinna kr. 11.000,-
Llutningskostnaður kr.2.460,-. Samtals 13.460,-.
Samkvæmt reikningi var efni og vinna kr. 15.027.18 og flutnings-
kostnaður kr. 1.461.34. Dýrtíð jókst á árinu, stríðstímar.
Sjúkraskýlið var fullbúið 1917, á miðju ári. Stærð hússins 8x5
x 9x5 með kjallara. Sjúkrastofur voru tvær, skurðstofa og her-
bergi hjúkrunarkonu. í kjallara var líkhús, þvottahús og vatnssal-
erni, geymsla var á lofti. Sjúkrarúm voru 4 til 1928 þá einu fleira,
en stundum var bætt við tveim rúmum.
Ljósavél var í kjallara. 15 m gangur, eða steinsteypt göng, voru
190
Goðasteinn