Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 223
var hiti oftast 5—8 st. Frost var að morgni og kvöldi dagana 19.,
20. og 23. Sólar naut daglangt eða að hluta úr degi 10 daga, rign-
ing 8 daga, skúrir 6 daga og skýjað en úrkomulaust 6 daga.
Október
Með komu október tóku norðan- og norðaustlægar áttir völdin
og héldust út mánuðinn. Hiti var tíðum á bilinu 5—8 st. og fór
öðru hvoru niður í 2—5. Vægt frost var að kvöldi og morgni dagana
10., 11., 12. og 31., en fór vel yfir frostmark að deginum. Sólar
naut að meira eða minna leyti 12 daga, úrkomulaust og skýjað 12
daga, rigning 4 daga og skúrir 3 daga. Eins og í september var
yfirleitt haglætis veður.
Nóvember
Og enn hélt landnyrðingurinn velli og var svo út mánuðinn.
Veðurhæð varð aldrei mikil, fór varla yfir 5 vindstig. Frost var
dagana 1., 2., 3., 17.—21. og að morgni og kvöldi 24. og 25. Mest
varð frostið 11 st. að morgni þ. 21. Að öðru leyti var frostið yfir-
leitt 3—5 st. Mestur hiti varð þ. 12., komst í 10 st. Snjómugga var
miðdegis þ. 20. og varð jörð alhvít, og var þetta fyrsti snjórinn á
vetrinum. Fyrri part mánaðarins var einkar hlýtt þá daga sem ekki
var frost. Það var léttskýjað 7 daga, alskýjað og úrkomulaust 16
daga, rigning 5 daga, skúrir 1 dag og snjókoma hluta úr degi sem
fyrr sagði.
Desember
Mánuðuiinn var umhleypingasamur og stundum nokkuð hvasst
og áttir óstöðugar. Hiti var yfir frostmarki dagana 1,—5., 9.,
12.—17., 21. og 24., en að öðru leyti var frost. Mest varð frostið
þ. 31., komst í 11 st. og þ. 28. og 29. var allt að 9 st. frost. Hitatölur
frostlausu dagana voru yfirleitt 2—4 st., komst mest í 8 st. þ. 4.
Það snjóaði talsvert fjóra daga og stundum var nokkur fannburður
í éljum af suðvestri. Það var léttskýjað 6 daga, rigning 5 daga,
skúrir eða snjóél 11 daga og snjókoma sem fyrr segir 4 daga. Aðra
daga skýjað og úrkomulaust.
Goðasteinn
221