Goðasteinn - 01.09.1993, Side 185
fram til síðustu ára. Allt þetta vatnaflæmi var þá óbrúað, vötnin
stundum tryllt, aurbleyta í þeim og svo allskonar óútreiknanlegar
breytingar frá degi til dags“ (Vörður við veginn, Rv. 1950).
Oskar Einarsson læknir segir frá því í blaðinu Suðurlandi 1969
er Olafur Guðmundsson læknir var hætt kominn í Rangá á leið
frá Eyrarbakka. A góu 1891 riðu þeir Olafur og Guðmundur
Einarsson, annar bóndinn á Hvoli, en þá var þar tvíbýli, út á
Eyrarbakka. Færi var gott, samfelld íshella út yfir þjórsá. A
heimleið fylgdu þeir félagar sleðaförum ferðamanna, riðu greitt,
báðir góðglaðir úr kaupstaðnum. Leið þeirra lá þvert yfir Safa-
mýri og yfir Rangá hjá Ártúnum. En nú hafði áin tekið að brjóta
sig upp, en að því gættu þeir ekki og riðu á kaf norðan við bæinn
Ártún. Ólafur komst fljótt upp úr vökinni og bjargaði Guðmundi.
Einn hestur þeirra hvarf undir ísinn, en hinir tveir brutust um.
Læknirinn fór aftur út í flauminn til að ná hestunum upp, en
Guðmundur hljóp heim að Ártúnum til að ná í hjálp. Læknirinn
réð ekki við hestana og dasaður orðinn, óvíst hvort hann kæmist
upp á skörina. I þessu bili kom Sesselja, kona Þorsteins Isleiks-
sonar, niður að ánni með syni sína lítt vaxna, en Þorsteinn var við
sjóróðra. Náði hún í Ólaf lækni sem orðinn var örmagna af kulda.
Fór hún að vakarbarminum en drengirnir toguðu í hana hver aftur
af öðrum, eins og lifandi líflína.
Frá bænum Bjólu sást til ferða þeirra Ólafs og Guðmundar.
Riðu þeir bændur þrír saman sem hraðast að vökinni austan-
verðri. Bátkríli var í Ártúnskoti. Það tóku þeir og settu fram.
Tókst þeim þannig að ná hestunum leiða þá að eystri skörinni og
draga uppúr.
10. júní 1918 drukknaði séra Gísli Jónsson, prestur á Mosfelli
í Þverá. Hann kom að Stórólfshvoli nokkru fyrir náttmál. Var á
leið austur að Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum til að kaupa kú.
í fylgd með séra Gísla var drengur um fermingu. Erindi prests að
Hvoli var að fá vín á pela, var sagður vínhneigður nokkuð. Ekki
var hann undir áhrifum víns er hann kom að Hvoli. Guðmundur
læknir átti þá ekkert vín. Hann bauð presti gistingu, en hann vildi
ná að Steinmóðarbæ um kvöldið. Þá bauð læknir honum traustan
mann til fylgdar yfir Þverá, hann Halldór Teitsson. Séra Gísli
Goðasteinn
183