Goðasteinn - 01.09.1993, Side 177
1978 í Reykjavík. Stúdent 1914. Próf í guðfræði Háskóla íslands
1918. Veitt Helgafellsprestakall 1920, sat í Stykkishólmi. Prófast-
ur í Snæfellsnesprófastdæmi 1954. Lengi formaður Sparisjóðs
Stykkishólms. K.h. 1921 Ingigerður Ágústdóttir kaupmanns í
Stykkishólmi.
Guðrún, fædd 17. mars 1895 á Sjónarhól, d. 4. mars 1981 í
Reykjavík. Guðrún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík
og í lýðháskólanum í Vallekilde í Danmörku. Húsmóðir á Vífils-
stöðum og Reykjavík. M.h. 1921 Helgi Ingvarsson yfirlæknir á
Vífilsstöðum. Helgi var fæddur 1896 í Gaulverjabæ, Árn., d.
1980 í Reykjavík.
Lárus og Guðrún komu börnum sínum til mennta, öll mann-
vænlegt fólk. Margir námsmenn urðu heimamenn á Spítalastíg 6
á skólaárum sínum. Þar voru líka tíðir gestir ungir hugsjónamenn
svo sem forsprakkar ungmennafélagsskaparins, sem voru þá að
ræða málin við félagssystkinin í húsi Lárusar hómopata. Guð-
brandur Magnússon, einn margra heimilisvina sagði: ,,Allt log-
aði í umbótahugmyndum, misjafnlega lífvænlegum".
Ætla má að það hafi verið gömlum lækningamanni að skapi að
einn sonur þeirra hjóna var læknir og dætur þeirra tvær giftust
læknum. Má vera að börnin hafi erft eitthvað af stórlyndi föður-
ins, en þá ekki síður mildi móðurinnar, sem leyndi sér ekki þegar
aðhlynningar við náungann var þörf, sjúkum á líkama og/eða sál.
Sigurður, kallaður Siggi Lar í skóla, var kunningi Þórbergs og
kom oft í Bergshús. Þórbergur segir um hann í Ofvitanum:
,,Sigurður var skynsamur piltur, kotroskinn og fjörugur, orðhvat-
ur, mælskur og átti til að taka óspart upp í sig í kappræðum“.
Eitt sinn var deilt um almætti guðs. Þar kom sú umræða að
Siggi Lar segir: „Heldur þú, þinn rauði haus, að almáttugum
guði sé nokkur hlutur ómáttugur?“ Þórbergur efaðist um það. Þá
mælti Oddur (Olafsson): ,,Þetta er svíviðilegur munnsöfnðuður.
O, blessaður Jesús Kristur. Settu haft á tungu þessa guðlastara“.
Systurnar Margrét og Ágústa voru meðal 30 ungra stúlkna sem
valdar voru sem frammistöðumeyjar í konugsveislur er Friðrik
VIII og fylgilið hans kom til íslands 1907. Þá er fyrst að nefna
veislu þá hina miklu í Miðbæjarskólanum í Reykjavík. Veitinga-
Goðasteinn
175