Goðasteinn - 01.09.1993, Page 100
biskupi árið 1529, ma. Lögmannsvelli, 80 hundruð, og settust þar
að. Þá virðist jörðin hafa verið eftirsóknarverð. Sonur þeirra var
Torfi lögréttumaður sem nefndur var til alþingisreiðar 1573 og
mun hafa búið á Stóruvöllum.45
Arið 1644 átti Stóruvelli fyrrnefndur Bjarni Sigurðsson á
Stokkseyri. Jörðin var þá enn metin 80 hundruð og eignarmaður
hennarárið 1662 varMarkús, sonurBjarna, en hann satekki jörð-
ina.46 Markús var í för með Gísla bróður sínum þegar hann kól
árið 1629; hann hlaut enn verri örkuml og missti flesta fingurna
en gat þó skrifað. Báðir gengu þeir bræður síðan á tréfótum og
etv. hefur þetta slys hindrað embættisframa þeirra, hvorugur varð
td. lögréttumaður, en Gísli mun hafa haft umboð fyrir slysið og
bróðir þeirra, Magnús á Leirubakka, varð sýslumaður.47 Mark-
ús var efnaður og keypti td. jarðir fyrir 1300 ríkisdali af mági sín-
um árið 1671.48 Hann dó árið 1687 en jörðina erfði dóttir hans,
Þórdís, sem jafnan er nefnd Stokkseyrar-Dísa.
Við lok 17. aldar gerðist það að Magnús Kortsson, lögsagnari
í Arbæ, bróðir hins víðkunna Þorleifs lögmanns Kortssonar, úr-
skurðaði um nýtt mat á Stóruvöllum, færði þá úr 80 hundruðum
niður í 50 hundruð.44 Skýringin er auðsæ enda segir í Jarðabók
Arna og Páls:
Högum jarðarinnar hefur blásturssandur stórlega spillt, mest
um næstu 30 ár, halda menn að vísu þriðjung þeirra eyddan,
jafnvel helming. Liggur jörðin undir miklum ágangi og sýnist
innan margra ára muni foreyðast.50
Eyðingin hefur samkvæmt þessu komist á alvarlegt stig um 1680
eða á þeim tíma sem líklegt er samkvæmt framangreindum,
óbeinum vitnisburðum að land Skarðs hafi verið farið að skerðast
alvarlega. Magnús Kortsson vann einmitt með Gísla sýslumanni
Magnússyni, Vísa-Gísla, að mati vegna stríðshjálpar 1681 og létu
þeir landskuld af Stóruvöllum vera tvö hundruð og fjörutíu álnir
sem jafngildir nánast 50 hundraða jörð en ekki 80 hundraða.51
Höfðingjarígur
Það vekur athygli að efnamaðurinn Bjarni Sigurðsson á Stokks-
98
Goðasteinn