Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 204
sunnudaginn 16. september kl. 12 á hádegi. Var þingmönnum
boðið og nokkrum nrönnum öðrum sem væru ,,taldir líklegir
frambjóðendur." Þeir senr boðnir voru: Eggert Pálsson prófastur,
Einar Jónsson á Geldingarlæk, Guðbrandur Magnússon kaup-
félagsstjóri, Hallgeirsey, Guðmundur Erlendsson bóndi á Núpi,
Guðmundur Þorbjarnarson bóndi Stóra-Hofi og Skúli Thoraren-
sen bóndi á Móeiðarhvoli.
Fundurinn varð all sögulegur. I Tímanum 22. og 29. sept. eru
þrjár greinar um fundinn, allar nafnlausar, en vafalítið hefur
Jónas skrifaði þær allar. I Tímanum 22. sept. segir svo frá: Að-
sókn var nokkuð mikil úr nágrenni en lítil úr fjarsveitum, þar senr
Franrsókn átti nrikið fylgi, svo senr í Þykkvabæ.
,,Þar var Eggert Classen með heildsalafans“, skrifar X í Tím-
ann. ,,Þegar Jónas hafði talað nokkrar nrínútur hóf Skúli nokkur
á Móeiðarhvoli, tengdasonur Eggerts, ólæti og hávaða og 8—10
menn senr ætluðu að sprengja fundinn."
Andstæðingar Jónasar sem voru tjölmennir tóku nú öll völd og
settu Björgvin Vigfússon sýslumann fundarstjóra. Jónas fékk þó
að taia og Sigurður á Brúnum. Séra Jakob í Holti tilkynnti fundar-
nrönnum, að læknisfrúin á Hvoli, systir sín, hefði lánað Jónasi
fundarstaðinn. Kyrrðist nú nokkuð og Jónas hélt áfram ræðu
sinni. Ræddi hann meðal annars um kaupmannaverslun og sanr-
vinnuverslun hins vegar, skaut inná nrilli föstum skotum að pró-
fastinum á Breiðabólstað, einum helsta andstæðingi Framsóknar-
tlokksins í héraðinu.
Þá er Jónas hafði lokið ræðu sinni bauð hann Gunnari frá Sela-
læk að taka til máls, en hann vildi láta aðra boðsgesti Jónasar
ganga fyrir, þá bað Magnús Guðmundsson um orðið. , ,Þá hleyptu
smalar Eggerts Pálssonar fundinum upp með hávaða og gaura-
gangi. Jónas sagði þá, að hann vildi ekki taka þátt í fundi af þessu
tagi og gekk af fundi og margir aðrir.“ Þeir voru sjö að talið var,
meðal þeirra séra Jakob í Holti, Sigurður bóndi á Brúnum og
Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóri.
Var nú settur fundur að nýju sem Björgvin sýslumaður stýrði
og stóð hann um tvær klukkustundir.
Gunnar á Selalæk gekk ekki af fundi. Hann tók til máls á fundi
202
Goðasteinn