Goðasteinn - 01.09.2007, Side 24
Goðasteinn 2007
það ekki að gagni í þessu tilfelli því vegalengdin hefði orðið að minnsta kosti
helmingi lengri og þar að auki hefði orðið að fara yfir Fauska sem var vatnsmikill
þetta haust eins og áður sagði. Gönguleiðin í Seljalandsréttir hefur því aldrei verið
minni en 6 til 7 km.
Nú stóð þannig á þennan dag að bændurnir og eldri systkinin voru upptekin
við að reka fé í sláturhús og gátu þess vegna ekki farið í þessa ferð. Bændurnir
áttu báðir 9 ára gamla duglega og kjarkmikla syni, Jón Einarsson f. 1. mars 1930
og Olaf Haraldsson f. 16. jan. 1930. Þeir frændur voru samrýndir og vanir sendi-
ferðum þótt ungir væru. Sóttu þeir fast að fá að fara í þessa Bjarmalandsför og var
það látið eftir.
Foreldrarnir vissu að neðsti hluti Markarfljóts var jökulvatnslaus á þessu hausti
og því aðeins tærar grunnar bergvatnsár sem þurfti að vaða yfir og því væri þetta
hættulítið. Þeir bjuggust snemma til ferðar sýningardaginn, mæður þeirra og
yngri systkini hjálpuðu þeim við að ná í hrútana, finna þeim nesti og búa þá sem
best til ferðar.
Taka þeir nú hvor sinn fjögurra vetra hrútinn og teyma sem leið liggur austur
yfir Fljót, austur í Seljalandsréttir og mættu þeir þar fyrstir manna. Þarna voru
sýndir 73 hrútar, 48 tveggja vetra og eldri og 25 veturgamlir. Hrútarnir voru
vegnir og mældir og raðað upp eftir gæðum. Þrír hrútar fengu 1. verðlaun og efstir
stóðu hrútar þeirra frænda.
Allt tók þetta nú lengri tíma en með var reiknað og var því að byrja að skyggja
þegar lagt var af stað heintleiðis. Hrútarnir voru latgengir á heimleiðinni sem
endaði með því að þeir lögðust niður þegar í heimahaga kom. Skildu þeir frændur
þá eftir og flýttu sér heim.
Mæður þeirra voru orðnar áhyggjufullar um að eitthvað hefði komið fyrir þá
þegar þeir loksins náðu heim í myrkri. Sigríður Haraldsdóttir systir Olafs, ári
yngri en hann, man vel hvað Járngerður móðir þeirra fór margar ferðir út að skima
og kalla eftir að fór að skyggja um kvöldið. En það voru stoltir ungir menn sem
loksins komu heim og kynntu árangur ferðar sinnar. Hrútarnir þeirra, Hólmur frá
Guðna Magnússyni í Hólmum fjögurra vetra, 94 kg, foreldrar hans frá Gottorp í
Húnaþingi, og Erill, sömuleiðis fjögurra vetra, 82 kg, undan heimaá á Tjörnum og
Gotta í Hólmum, stóðu efstir, höfðu báðir fengið 1. verðlaun og var raðað fremst-
um. Örugglega hafa þeir frændur verið orðnir uppgefnir og hvíldarþurfi. Þessi
sendiför tveggja níu ára stráka gangandi austur yfir Markarfljót með hrúta í taumi
var heil mikið afrek en þætti sennilega óforsvaranleg núna.
Magnús Finnbogason frá Lágafelli skráði eftir frásögn Jóns Einarssonar
bónda á Bakka og Sigríði Haraldsdóttur sem lengi bjó á Búðarhóli. Aðrar
heimildir: Búnaðarritið og Búnaðarsamband Suðurlands.
22