Goðasteinn - 01.09.2007, Page 27
Goðasteinn 2007
íarancli. Það var þjóðhátíð af merku tilefni
árið 1874. Þá var Þorsteinn 17 ára, Ingigerður
ári yngri. Það eldar af nýrri öld. Harðinda-
kaflinn gengur yfir. Fyrsti áratugur tuttugustu
aldar var hagstæður hvað veðráttu áhrærði.
Langflest barna Ingigerðar og Þorsteins
setjast að í vestanverðu Rangárþingi. Oskar
og Runólfur gerast bændur á Berustöðum.
Þorsteinn sest að á Ásmundarstöðum, Jónína í
Sumarliðabæ, Arndís á Syðri-Hömrum. Þess-
ir bæir eru allir í Ásahreppi. Guðjón býr á
Brekkum í Holtahreppi, Guðmundur á Hrafn-
tóftum í Djúpárhreppi, Helga á Heiði á Rang-
árvöllum. Jóhann kýs sér búsetu í Hafnarfirði.
Segja má að öll framantalin börn Berustaða-
hjónanna, níu að tölu, séu í sæmilegu sam-
bandi við æskuheimili sitt - dálítill spölur til
Hafnarfjarðar en til þess að gera auðvelt að
treysta frændsemi og vináttubönd. Afi fylgd-
ist vel með börnum sínum og var þeim mun IngigerðurRunólfsdóttir
ánægðari sem afkomendum hans fjölgaði örar
og meira. Enn er þess ógetið hvar ein dóttirin, Ingigerður, settist að en það er
einmitt tilefni þessara skrifa. Hún fluttist árið 1935 austur í Öræfi, að Skaftafelli,
ásamt Unni dóttur sinni og gekk að eiga Odd Magnússon bónda þar og býr í
Skaftafelli til ársins 1953. Jafnframt búskap gerðust þau hjón brautryðjendur í því
starfi sem nú er nefnt ferðamannaþjónusta. Það var búið að uppgötva Skaftafell
sem yndisreit. Og nú hefur vaknað sú spurning heima á Berustöðum hvernig ætti
að rækja vináttu og frændsemi sómasamlega um slíka óravegu. Ýmis úrræði voru
til. Vafalaust hefur pósturinn gegnt þar stóru hlutverki. Sími. Símskeyti. Svo
mikið er víst að á áttræðisafmæli sínu, 15. mars 1937, fær afi heillaóskir í bundnu
máli frá mæðgunum í Skaftafelli:
Elsku pabbi og cifi minn
áttræður sem varst í dag.
Gefi þér alheimsgjafarinn
geislum vafið sólarlag.
Sumir telja að þessi kveðja hafi verið lesin í útvarpið. Margt breyttist á langri
ævi afa míns, t.d. í húsakosti og heimilishaldi, samskiptum og samgöngum. Torf-
25