Goðasteinn - 01.09.2007, Page 28
Goðasteinn 2007
bærinn var yfirgefinn og í staðinn kom timburhús. Eldavélin tók við af hlóðunum
og saumavél og prjónavél fengu sinn sess í húshaldinu - einnig skilvindan. Tíma-
bil hestvagnanna gekk í garð. Ár voru brúaðar og vegir lagðir. „Mótorvagnar“
taka að leggja langar leiðir að baki á stuttum tíma. En samt voru góð ráð dýr fyrir
Þorstein afa þegar fara átti frá Berustöðum í Holtum austur að Skaftafelli í
Öræfum til að heimsækja frændfólkið í eigin persónu. Hver hindrunin annarri
meiri: Mikil fjarlægð, vegleysur, vatnsföll, stórár, jökulvötn, hraun og eyðisandar.
Erfitt margra daga ferðalag. Sjóferð ekki til umræðu. Hann sjálfur orðinn aldraður
og heilsan ekki eins og hjá ungum manni. En sumir menn deyja ekki ráðalausir. I
þeirra hópi var Þorsteinn afi minn. Það voru nefnilega komin til sögunnar
farartæki sem ekki þurftu vegi, höfðu vængi og svifu staða á milli á ótrúlegum
hraða. Þessu hefur afi frétt af og situr ekki við orðin tóm. Er ekki að orðlengja það
að 29. júní 1939 er hann kominn út á „flugvöll“ sem var reyndar Sandskeið undir
Vífilfelli með Jóhanni syni sínum. Þar stendur flugvél sem ber nafnið Lóan tilbúin
til flugs ásamt flugmanni, Birni Eiríkssyni. Þar er Þorsteinn klæddur í viðeigandi
búning og þeir kveðjast feðgarnir. Heyrt hef ég að Jóhann hafi varla reiknað með
að sjá föður sinn aftur lífs - þetta hlyti að vera feigðarflan. Og þeir fara í loftið.
Fljúga sjónflug með suðurströndinni. Staðfest er að þeir flugu yfir Berustaði.
Anna Jóna Óskarsdóttir, sonardóttir Þorsteins, þá sjö ára, segist muna vel þegar
flugvélin flaug þar yfir bæinn. Og allt blessaðist þetta. Það er til ljósmynd þar sem
ferðalangarnir eru lentir á Fagurhólsmýri heilu og höldnu. Fróðir menn segja að
þetta hafi verið fyrsta farþegaflugið þangað. Þennan dag var veður á hádegi í
Reykjavík norðan 3 vindstig, léttskýjað og 12,9 gráðu hiti en á Fagurhólsmýri
suðaustan 3 vindstig, skýjað og hiti 11 stig, einnig mælt á hádegi. Þess má geta að
Gísli Sveinsson alþingismaður nýtti sér Uugið til baka, fór með vélinni að
Kirkjubæjarklaustri. En það er ekki eins og afi væri kominn á leiðarenda. Eftir var
alllöng leið yfir sandflæmi og jökulár. En Öræfingum hefur ekki orðið ráðafátt
með slíka smámuni. Þeir hafa skotið undir hann þægilegum og öruggum vatna-
hesti út að Skaftafelli.
Þar dvaldist Þorsteinn hálfan mánuð. Heimleiðis fór hann 13. júlí með TF SUX
frá Fagurhólsmýri en lenti þá á Helluvaðssandi - flugvellinum við Hellu. Á
Fagurhólsmýri var þá samkvæmt skráningu suðaustanátt 1 vindstig, alskýjað, og
hiti 10,2 stig. í Reykjavík vestsuðvestan 1 vindstig, skýjað og hiti 13,4 stig. Báðar
mælingarnar á hádegi. Ingólfur Jónsson síðar alþingismaður merkti staðinn þar
sem lenda skyldi. Ingólfur átti síðar eftir að koma að flugmálum. Hann var um
árabil ráðherra samgöngumála. Hafði t.d. hönd í bagga þegar fyrstu Fokker-
vélarnar komu til landsins.
Ferð þessi var mikið ævintýri afa mínum og aðdáunarvert að hann skyldi ráðast
í hana. Hann mun hafa haft frá mörgu að segja að ferðalokum - yfir sig glaður yfir
26