Goðasteinn - 01.09.2007, Page 38
Goðasteinn 2007
herbíl sem var mjög góður. Seinna gerðu tveir synir hans hann upp og breyttu
honum í torfærujeppa og urðu báðir Islandsmeistarar á árunum 1974-1981.
Guðjón var líka duglegur að smíða og smíðaði flest húsgögn sjálfur og eldri börn
hans segja að hann hafi líka smíðað leikföng handa þeim.
Svo var Guðjón líka mikill söngvari og hann söng alltaf hátt, líka eftir að ég
man eftir honum. Hann kunni geysilega mikið af textum og lögum og söng alltaf
með þegar fjölskyldufagnaðir voru og í kirkjunni þegar við systkinin vorum skírð.
Hann langaði alltaf að verða frægur söngvari og einu sinni þegar hann var um
þrítugt fór hann til Reykjavíkur og söng inn á plötu. Hún er ennþá til.
Eitt er það þó sem Guðjón er þekktastur fyrir og það eru ljóðin hans. Hann orti
margt kvæða í gegnum tíðina og gaf út tvær ljóðabækur. Ljóðin eru hugljúf og
næm og sýna glöggt þær tilfinningar sem hann bar til alls þess sem lifir. Það var
eins og ljóðin kæmu bara af sjálfu sér og hann páraði þau niður á blað og stakk
þeim í vasann eða í vasann hjá einhverjum öðrum.
Ekkifœ ég blund á brá,
bara verð að skrifa.
Það er alltaf einhver þrá,
inni í mér að tifa.
Konan hans sá svo um að tína þetta úr vösunum og hélt því til haga ásamt hon-
um. Ég man eftir því þegar tengdadóttir hans og fleiri voru að fara í gegnum fullt
af skrifblokkum, blöðum og sneplum þegar verið var að safna ljóðunum saman í
seinni ljóðabókina hans 1997. Þá var hann sjálfur orðinn gamall rnaður, bæði á sál
og líkama, og þetta var eina bókin sem
hann las í þangað til hann dó í
nóvember 2002.
Guðjón kynntist fyrri konu sinni, Krist-
ínu, á Hlíðarenda, og giftist henni 1943.
Þau eignuðust 4 börn en skildu svo.
Hann eignaðist svo einn son áður en
hann kynntist Þóru 1952, þau eignuðust
5 börn. Hann bjó mjög víða bæði í
Borgarfirði og í uppsveitum Arnes-
sýslu, t.d á Upphólum sem er sá bær
sem stendur hæst allra býla á íslandi.
Hvar sem hann bjó gekk honum vel,
þótt hann þyrfti að vinna mikið því
hann var rnikill búmaður.
36