Goðasteinn - 01.09.2007, Page 44
Goðasteinn 2007
hóp og rákum meðfram berginu í átt að hinni nýgerðu rétt. Til að auðvelda inn-
reksturinn og lokka féð í gildruna faldi einn af leitarmönnum, Ásgeir Tómasson
frá Reynifelli, sig á bak við grjótvegginn. Hann var snillingur í að herma eftir
jarmi kinda og beitti nú þessari kúnst sinni til að spila á félagslyndi sauðkind-
arinnar. Þær runnu á hljóðið og tókst að handsama þær allar níu. Þarna voru bæði
ær og lömb, allt vænar kindur og frískar.
Var nú síst auðveldur eftirleikurinn að koma þeim öllum upp úr gljúfrinu.
Urðum við að vera tveir um hverja kind og þurftum því að fara þrjár ferðir samtals
upp og niður. Var þetta ærið erfiði. Þær sem biðu flutnings voru bundnar á fótum.
Allir hjálpuðumst við að við að hífa kindurnar í bandinu upp klettabeltið en síðan
drógum við þær og hálfbárum alla leið upp á brún og komum þeim í kerruna. Það
var farið að skyggja þegar við vorum í annarri ferðinni og þegar við lögðum af
stað niður í síðustu ferðina var orðið aldimmt.
Þótt menn væru orðnir lúnir, vakti það nokkra kátínu er einn í hópnum hafði
orð á því á leiðinni upp í myrkrinu að sér fyndist þessi síðasta ferð auðveldust:
„Iss, bara eiginlega ekki ekki neitt.“ Hann brast ekki þrekið, en allir vissu um
lofthræðslu hans. Hún hvarf greinilega í myrkrinu. Við þekktum orðið svo vel
leiðina að myrkrið háði okkur ekki að ráði.
Það voru þreyttir en ánægðir menn sem óku af gætni með troðfulla kerru um
krappar beygjur og brekkur austan undir Einhyrningi og niður að skálanum í
Bólstað og slepptu feng sínum í girðingarhólfið á Flötunum. Algengast var að um
20-30 fjár kæmi af Innfjallinu í annarri leit, svo að þetta var nokkuð drjúgur
afrakstur af „yfirvinnu“ okkar þetta haustkvöld. Auk þess höfðum við sparað
fjallskilasjóði hreppsins kostnað við sérstaka ferð til að ná þessum fjárhóp úr
Fljótsgljúfrinu.
Hér leyfi ég mér að skjóta því að, þó að ekki komi haustleitum sérstaklega við,
að á þessum árum þótti flestum Fljótshlíðarbændum heiður að því að greiða sem
mest í útsvörum til sveitarsjóðs og var jafnvel nokkur metingur milli manna í
þeim efnum. Hygg ég að slík viðhorf um framlög til sameiginlegra þarfa sveitar-
félags síns hafi í seinni tíð almennt látið undan síga fyrir áróðursöflum sérgæsku
og þröngra eiginhagsmuna sem mæla allt á vog gulls og gróðabragða en láta flest
annað lönd og leið. Eru þær áherslur næsta frábrugðnar hugarfari hinnar fyrri
aldamótakynslóðar sem lét til sín taka langt fram eftir síðustu öld og lyfti
landsbyggð allri úr latækt til bjargálna og byggði upp það velferðarkerfi sem nú á
í vök að verjast og þá dreifðu byggð til sjávar og sveita sem nú hefur þrengt að
með ýmsu móti. Hin gömlu gildi eru í mörgu vanvirt og bitnar í fyrstu á yngstu og
elstu kynslóðinni, umhyggju og virðingu, en um síðir á samfélaginu öllu. Hin
forna sögn um Midas konung sem lá við köfnun í gullgræðgi sinni er enn til við-
vörunar.
42