Goðasteinn - 01.09.2007, Page 48
Goðasteinn 2007
Þrjár fljúgandi ær
Eitt sinn höfðum við Eiður fundið þrjár veturgamlar ær austan í Stóra-Græna-
fjalli og vorum komnir með þær nokkuð fram með Fljóti, þegar við misstum þær
niður í þrönga klettaskoru í gljúfurbrúninni. Komumst við á klettsnef til hliðar við
þær og reyndum að snúa þeim við með því að kasta steinum og moldarkögglum
fyrir framan þær. Það bar þó engan árangur, enda höfðu þær lítið svigrúm og
þrengdu fast hver að annarri. Svo brattur var fláinn niður í skoruna að glapræði
hefði verið að reyna að komast til þeirra nema í bandi. Virtist nú fátt til ráða, en
hart fannst okkur að þurfa að skilja kindurnar eftir í þessari sjálfheldu.
Neðan undir klettaskorunni var þverhníptur hamar, á að giska 6-8 faðma hár,
og þar fyrir neðan snarbrött, fíngerð malarskriða allt niður að Fljótinu. Nokkru
framar var vel fært upp úr gljúfrinu. Eftir að hafa skoðað og metið allar aðstæður
komumst við að þeirri niðurstöðu að skriðan neðan undir hamrinum væri svo brött
og laus í sér að ekki ætti að skaða kindurnar þó að þær færu þarna fram af.
Fórum við síðan upp aftur og eins nálægt kindunum og komist varð. Þar
skorðaði Eiður sig í bergskorunni en ég fikraði mig áfram niður fyrir hann með
því að halda mér í fjallstöng hans sem hann hélt sinni styrku hendi eins langt og
lengd hennar leyfði. Þaðan náði ég með minni fjallstöng til kindanna, sú freinsta
þeirra sneri fram að brúninni en hinar þrengdu sniðhallt að henni og því þéttar sem
ég færðist nær. Hélt ég um brodd stangarinnar og náði að hnubba með kollótta
enda hennar í fremstu kindina þannig að hún sentist fram af brúninni. Skipti
engum togum að hinar tvær stukku á eftir henni, hvor á eftir annarri. Var það
eftirminnileg sjón að sjá þær svífa þarna þrjár í röð, með jöfnu millibili og án þess
að missa jafnvægið og lenda furðu mjúkri lendingu og bruna niður eftir skriðunni.
Meðan þær voru í loftinu minntu þær mig helst á álftir í oddaflugi. Slík sjón
gleymist ekki.
Okkur gekk vel að koma þeim upp úr gljúfrinu og áleiðis fram, en þegar safnið
kom fram á Flatir um kvöldið vantaði eina þeirra í hópinn og veit ég ekki hvort
hún kom nokkurs staðar fram síðar. Læddist því að sá grunur, að hún kynni að
hafa lemstrast við flugferðina inn í Fljóti.
Fótbrotið lamb
Öðru sinni gerðist það á svipuðum slóðum að lamb hafði fótbrotnað á fram-
fæti. Þetta var á þeim árum sem farið var ríðandi inn að Skiptingarhöfða. Árni
Tómasson á Barkarstöðum var að venju hestamaður og sem betur fór var hann
46