Goðasteinn - 01.09.2007, Page 52
Goðasteinn 2007
Enginn skáli var þá kominn á Einhyrningsflötum og hvergi skjóls að leita þar
nálægt. Var Arni því staðráðinn í að brjótast áfram þrátt fyrir veðurofsann og
komast að minnsta kosti fram í Bólið á Hellisvöllum. Tók hann nú mið af vind-
stöðunni og reyndi að setja stefnuna litlum mun vestar en hann taldi hina réttu til
að forðast að lenda fram á, og þá kannski fram af, eystri brún Tröllagjár. Þóttist
hann finna sig á réttri leið fram úr melöldunum fyrir botni gjárinnar en þar tók nú
fyrst alvarlega í hnúkana. Veðurofsinn magnaðist svo að óstætt varð með öllu og
varð hann nú að skríða og stundum jafnvel að veltast áfram í snjónum, því veðrið
stóð hliðhallt á eftir. Svo mikið var veðursogið að erfitt var að ná andanum í
snjókófinu en mest óttaðist hann að geta ekki stöðvað sig ef hann bæri fram á
klettabrún.
Taldi Arni sig samt á réttri leið og vonaðist til að heldur mundi lygna þegar
kæmi niður í Tröllagjá. En það reyndist tálvon. Veðurstrengurinn náði sér niður í
gjána og eftir henni með slíkum fítonskrafti að Arni réði eiginlega engu um
ferðina lengur. Hann sentist nú áfram á ýmsa hlið og steypti stömpum hvernig svo
sem hann reyndi að stöðva sig. Hann varð þess brátt fullvís að hann væri kominn
langleiðina fram eftir Tröllagjá, því að hann sá öðru hvoru grilla í hamravegg tii
hægri. Leist honum ekki á blikuna þegar hann sá veðurstrenginn lemjast upp undir
hamrana sem honum fannst koma æðandi á móti sér og hélt nú að sinn síðasti
dagur væri kominn.
En til allrar guðslukku stakkst hann hálfur inn í skafl svo sem rúmum metra frá
bergrótunum og stöðvaðist þar. Svo mikill var veðurhamurinn að snjóinn reif strax
frá honum en hann náði handfestu á steinnibbu og hékk þar nokkra stund. Attar
hann sig þá á því að beint fyrir ofan hann er áðurnefnd hola í bergið, aðeins svo
sem í seilingar fjarlægð. Nær hann nú með því að beita ýtrustu kröftum að fikra
sig þangað og troða sér þar inn eftir því sem rúmið leyfði. Það var þó ekki meira
en svo að höfuð, herðar og handleggir kæmust þar fyrir, rétt svo að nú var rúmur
helmingur efri hluta líkamans kominn í gott skjól. Allur neðri hluti líkamans var
hins vegar óvarinn fyrir stórviðrinu en með nokkurri áraun tókst Arna þó að
skorða fætur með því að spyrna f jarðfastan stein.
Þarna mátti hann síðan bíða af sér veðurhrinuna klukkustundum saman uns
lægja tók. Talsvert frost fylgdi þessu veðri og var Arni að vonum orðinn kaldur og
stirður þegar hann loks áræddi að hætta sér út úr sínu kalda bóli, sínum þrönga
griðastað, sem hann taldi að hefði orðið sér til lífs í þessum manndrápsbyl.
„Það er lítill skúti sem ekki er betri en úti, - ja, svei mér þá,“ sagði Arni í lok
frásagnar sinnar. Og heim mun hann hafa náð í batnandi veðri en brúnamyrkri
undir miðnætti þetta desemberkvöld, knúinn þoli og seiglu sem honum var svo
ríkulega gefin.
50