Goðasteinn - 01.09.2007, Page 53
Goðasteinn 2007
Litla gjótan neðst í vestri barmi Tröllagjár er sjáanleg hverjum þeim sem fer
veginn um Fljótshlíðarafrétt áleiðis inn á Fjallabaksleið syðri. Hana er að finna á
vinstri hönd skömmu eftir að komið er niður í gjána.
Arni á Barkarstöðum var héraðskunnur sagnamaður af gamla skólanum og mun
í ýmsu hafa svipað nokkuð til frænda síns, séra Arna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni
sem þjóðkunnur varð af frásögnum sínum, bókfestum af Þórbergi Þórðarsyni
rithöfundi. Sú frásögn sem ég hefi skráð eftir minni hér að framan, er aðeins
daufur endurómur af orðsnilld og sagnaskemmtun Árna Tómassonar á Barkar-
stöðum.
/
Ofært til leitar vegna veðurs
Nokkur fleiri minningabrot úr fjölmörgum fjallferðum langar mig að reyna að
grípa og þræða á þá festi sem hér er fléttuð og í bókstafi bundin. Þau koma í hug-
ann eitt af öðru, óskipulega, ótímasett, misskýr í minningunni, en vekja flest ljúfar
minningar um það sem lifað var og reynt í fjallferðum og eftirleitum. Yfirleitt
tengjast þau traustri samfylgd og samhjálp góðra félaga. Það er einmitt sá þáttur
sem lengst mun í minni lifa og síst slakna eða slitna þótt árin líði.
Æskufélagi minn og nágranni, Steinar bóndi Magnússon í Árnagerði, var um
árabil fjallkóngur í seinni leit á Grænafjalli. Hann var gætinn og athugull og hafði
öryggi og góða meðferð fólks og fénaðar í fyrirrúmi en þó traustur til harðræða ef
á reyndi. Hann var með hærri mönnum á vöxt og svaraði sér vel. Hesta átti hann
jafnan góða og glæsta, enda orðlagður hestamaður eins og frændur hans fleiri í
Fljótshlíðinni. Hann var prúður til orðs og æðis og hófsamur í besta máta, svo
aldrei sá á honum vín þótt hann „lyfti kóngspelanum“ með félögum sínum í fjall-
ferðum.
Sjaldan kom fyrir að nokkuð bæri út af undir hans stjórn. Ferðirnar og fjár-
leitirnar gengu fyrir sig eins og til var ætlast og þess vegna fátt um sérstök tilvik
sem í minni festust.
Man ég þó dæmi þess að öðruvísi fór en ætlað var. Þann morgun vöknuðum
við í skálanum í Bólstað á Einhyrningsflötum við bylþræsing sem barið hafði á
þaki um nóttina. Ekki var þó talið ófært til leitar enda vonast til að veður færi
batnandi þegar birti af degi. Þetta var áður en vegagerð hófst á afréttinum og hélt
því allur hópurinn af stað ríðandi upp og vestur sniðgöturnar framan í Einhyrn-
ingi. Þegar ofar dró fór þó veður versnandi og þegar kom inn á Síki var þar blind-
öskubylur. Fór nú sumum ekki að lítast á blikuna en samt var seiglast áfram móti
grenjandi hríðinni í þeirri von að slotaði áður en leitir hæfust inn við Skipt-
ingarhöfða.
51