Goðasteinn - 01.09.2007, Page 54
Goðasteinn 2007
Það er drjúglangt inn með vesturhlíðum á Síkinu, fyrir því finnst þegar slíku
veðri er á móti að sækja. Innarlega á Síkinu sveigir leiðin nokkuð til vinstri og
síðan norður úr þröngri gilskoru eða skarði, áður en halla fer niður í átt að Þverá.
En framan við þetta skarð liggja gilskorningar upp og vestur í Kerhausana, víðir
og hallalitlir neðst en þrengjast og rísa í fang þegar ofar kemur.
í þvílíku veðri sem þarna var verður mönnum kannski helst fyrir að treysta á
ratvísi traustra fjallhesta sem svo margoft höfðu farið þessa leið áður. Það var ekki
sjálfgefið að hitta á þetta þrönga skarð við þessar aðstæður. Eftir að alllengi hafði
verið riðið beint á móti veðri, mátti finna af vindstöðunni að lítið eitt hafði stefnu
hallað til vinstri eins og vera bar.
Loks töldum við okkur finna að heldur tæki að hækka undir fæti og værum við
því að nálgast skarðið. Áfram var haldið í kófi og blindu og smám saman varð
leiðin meira og meira á fótinn. Þar kom að við töldum okkur hafa náð skarðinu því
að hjallar og klettabrúnir tóku að þrengja að á báðar hendur en jafnframt dýpkuðu
skaflar og snjódyngjur eftir því sem ofar dró. Og áfram var haldið enn nokkra
stund. Skyndilega tóku hestarnir að stinga við fótum og rífa í tauma. Vildu ekki
lengra. Sneru sumir við.
Varð okkur nú ljóst að okkur hefði borið af réttri leið og værum nú að öllum
líkindum komnir upp í eitt gilið sem teygir sig smáhækkandi vestur í Kerhausana.
Ekki var neitt lát á veðurhamnum og afréð Steinar fjallkóngur með allra
samþykki að snúa aftur fram á Flatir og fresta leitum til næsta dags. Þótt ævinlega
sé leitt að erfiða til ónýtis, þá verður stundum óhjákvæmilegt að láta í minni
pokann fyrir harðviðrum öræfanna. Og óneitanlega var það notaleg tilfinning að
koma blautum og sveittum hestunum í hús og ylja sér við heita kaffikrús, líflegar
samræður og sagnamál, þegar komið var aftur í skálann í Bólstað undir Einhyrn-
ingi.
Sundafrek smalahundsins
Annaixar ferðar minnist ég vegna sérstaks atviks sem við bar í Fljótsgljúfrinu.
Ég var þar í leit með Fljótinu ásamt Steinari fjallkóngi. Við urðum kinda varir
niðri í gljúfrinu þar sem heitir Hausa-Ofanganga. Fórum við þar niður og fundum
tvær einlembur niður undir ólgandi jökulvatninu.
Steinar var með fjárhund sinn er Smali hét. Var sá margreyndur í fjallferðum,
þolinn og harðskeyttur eins og þarna kom á daginn með einstæðum hætti.
Þegar við hugðumst reka kindurnar áleiðis upp úr gljúfrinu voru þær heldur
ósamvinnufúsar og misstum við þær aftur niður að fljótinu. Þegar við komum að
þeim aftur, tókst ekki betur til en svo, að önnur ærin setti sig í fljótið og synti
52