Goðasteinn - 01.09.2007, Page 56
Goðasteinn 2007
sem næst gerðist kom manni til að gapa af undrun og aðdáun. Hann virtist nýta
hæðarmuninn síðasta metrann niður að vatninu til að hrinda ánni og sjálfum sér út
í kolmórauða iðuna en um leið og í vatnið kom sveiflaði hann sér undir kverk
ærinnar og var allt í einu kominn vinstra megin við hana og þannig synti hann
með hana forstreymis vestur yfir fljótið. Hrakti hann nokkuð undan straumi á
leiðinni vestur yfir, enda lagði ærin lítið til þessa sundafreks.
Sem betur fer háttaði þannig til að landtaka var fær nokkuð niður með fljótinu
okkar megin og hlupum við til að taka á móti sundkappanum þar sem hann bar að
landi með feng sinn. Má nærri geta um hrósyrði, klapp og kjass sem hann hlaut
fyrir afrekið, auk nestisbitans úr vasa húsbóndans.
Þetta atvik sem ég þarna varð vitni að tel ég eitt gleggsta dæmi þess að „skyn-
laus skepnan'1 sem surnir kalla svo getur einatt gert mannskepnunni skömm til,
sýnt útsjónarsemi og leyst úr verkefnum sem okkur eru um megn.
Hundurinn Smali sem hér kom við sögu var af blendingskyni sem ég kann ekki
að skilgreina. Hann var rúmlega í meðallagi að stærð, fremur mjósleginn, hvítur
með hálflafandi svört eyru og svartan rófubrodd, einnig með grásvartar doppur á
fótum og e.t.v. lítilsháttar á hálsi. Hann sýndi ókunnugum engin vinalæti og ekki
laust við að krakkar hræddust hann. Þó var hann meinlaus við fólk en í hundahópi
var hann með afbrigðum grimmur og harðskeyttur svo að enginn hundur lagði til
atlögu við hann nema einu sinni. Hann var duglegur smalahundur og vel vaninn.
Fór vel að fé og hélt hópnum saman eins og góðra fjárhunda er vandi.
/
Arangurslaus för
Eitt haustið að loknum leitum, það mun hafa verið seint á áttunda áratugnum,
var nokkuð rætt um að ekki mundi hreinsmalað í Botninum. Töldu einhverjir fjall-
rnanna að tvö lömb, sem sést hefðu vestur í Krika hefðu aldrei komið fram. Tveir
menn voru sendir í snuddleit þegar komið var fram í nóvember en lentu í dimm-
viðri og sneru frá án þess að komast inn að Stórasteini.
Leið nú og beið uns komið var fram á vetur og hafði gengið á með harðviðrum,
frostum og fannfergi til fjalla. Dag einn kom ég sem oftar að Asvelli og var þar þá
staddur Asgeir frá Reynifelli. Yfir kaffibolla í eldhúsinu hjá Hallgrími Pálssyni
sem þar bjó þá komst til tals að aldrei hefði náðst að leita til fulls í Frambotninum
um haustið. Þótti okkur illt til þess að vita að áðurnefnd lömb kynnu að vera að
veslast upp þar inn frá. Jafnframt kom okkur saman um að þau gætu hafa haft
einhver snöp og skjól inn við Stórastein þar sem snjó rífur af umhverfis klettinn
og úr brúninni ofan hans.
Veðurstillur voru þessa dagana með allmiklu frosti. Er ekki að orðlengja það en
þarna ákváðum við þrír að fara daginn eftir og leita af okkur allan grun í þessu
54