Goðasteinn - 01.09.2007, Page 60
Goðasteinn 2007
grímur hafði beðið okkar í rúmar sex klukkustundir. Hann hafði að vísu verið
farinn að undrast um okkur en hafði þó hluta biðarinnar notið félagsskapar Hreið-
ars bónda í Arkvörn sem gert hafði sér ferð inn eftir til að ganga úr skugga um að
bíllinn okkar sæti ekki fastur í skafli, hjálparvana fjarri byggð.
Félagi minn í þessari árangurslausu elfirleit, Geiri á Reynifelli, var árum saman
með okkur í annarri leit á Grænafjalli. Hann hefur áður verið nefndur til sögu í
þessari frásögn minni enda minnisstæður með sérstökum hætli. Aðrir félagar
mínir í þessum ferðum eru líka minnisstæðir fyrir trausta vináttu, hjálpsemi og
skemmtilega samveru og sumir einnig nefndir í þessum skrifum mínum.
En Geiri var mesta náttúrubarnið í sér af þessum samstillta hópi. Og það í bestu
merkingu þess orðs. Hann var uppalinn á afskekktum bæ norðan Þríhyrnings. Þar
voru fjórir bæir í byggð fram að Heklugosinu 1947 en eftir eyðingaröfl gossins
hélt aðeins einn þeirra velli, Reynifell í Rauðnefsstaðaki'ók, efstu byggð til austurs
á Rangárvöllum. Eftir foreldra sína tók Geiri við búi á Reynifelli og bjó þar eftir
lát þeirra lengst af sem einsetumaður í áratugi með bústofn sauðfjár og hrossa en
flutti síðar fram í Fljótshlíð, þar sem hann hefur verið á nokkrum bæjum en lengst
af með fjárstofn sinn og hross í Kollabæ, þar sem hann hefur búið síðustu árin.
Mörg fyrri árin í Fljótshlíðinni var hann einnig starfsmaður hjá Skógrækt ríkisins
á Tumastöðum.
Sagt er að kjörin setji á manninn mark, þótt upplag og erfðir ráði líka sínu. Ein-
setubúskapurinn, umhverfið og samskiptin við sauðkindina og hestinn hafa eflaust
mótað Geira og eflt og þroskað næmi hans og tilfinningu fyrir skynheimi dýranna
og þeim blæbrigðum náttúrunnar sem mörgum manninum er sem lokuð bók. Mér
er nær að halda að þeir sem búa yfir slíku næmi á náttúruna séu jafnframt öðrum
betur búnir til að greina innviði mannlegra takta og tilhneiginga, jafnvel gegnum
tilbúin tjöld og fagurmálaðar framhliðar. Kannski finna þeir öðrum betur hvað
heilt er eða hvar holt er undir þegar orðum sleppir.
Slíkt kynni að lærast af langri reynslu og kynnum af fólki og fénaði. Enda erum
við mannskepnurnar líka hluti af þeirri náttúru sem skrýðir jörðina okkar eða
skemmir sem nú því miður virðist stefna í þessi síðustu ár með vaxandi auðffkn,
mengun og misskiptingu jarðargæða. En að saina skapi sýnast lítilsvirt framlög
hinna mörgu og smáu sem svo eru nefndir sem mynda þó uppistöðu og fyllingu
þeirrar vet'listar sem umlykur jörð okkar í allri sinni margbreytni og myndauðgi.
Þetta er líka formáli minn að annari hlið á ferð okkar Geira inn að Stórasteini.
Að framan er aðeins lýst erfiði og átökum í strembinni fjallgöngu. Ekki minnst
orði á samtöl okkar eða önnur boðskipti sem orðið geta með ýmsum hætti.
Skemmst er frá að segja að við áttum næsta fá orðaskipti meðan mest reyndi á í
þeirri för sem hér að framan er lýst umfram það sem nauðsynlegt var aðstæðna
vegna.
58