Goðasteinn - 01.09.2007, Page 61
Goðasteinn 2007
En þegar léttist um spor, liðkaðist líka um málbeinið. Það sem Geiri lét sér þá
um munn fara við prestinn verður ekki rakið hér en góðan vitnisburð mátti þar
greina um sveitarbrag og samheldni í litlum 300 manna hreppi á þessum árum.
Geiri var samt jafn einlægur í umsögnum sínum um viðmót og innræti þeirra
sem við sögu komu. hvort sem var til góðs eða ills, og tjáði sína meiningu og sína
sérvisku eða kenjar sem sumir myndu kalla. Allt voru þetta okkar trúnaðarmál.
Það er þó ekki úr vegi að nefna dæmi þess hvað Geira var eðlilegt að koma
beint að hlutunum. Hann kom í fyrsta skipti til þess að hjálpa við vetrarrúningu
sauðfjár á Breiðabólsstað og var það meira en dagsverk. Það fyrsta sem hann
sagði við Ingibjörgu konu mína var þetta: „Mér þykir ekki góður grjónagrautur“
og deplaði augunum á sinn sérstaka hátt. Var það að sjálfsögðu tekið til greina og
kannski dekraði kvenfólkið dálítið við hann í mat af þessum sökum, eins og hann
átti svo sannarlega skilið.
/
A tæpu vaði yfir Markarfljót
Enn kemur mynd fyrir innri sjónir. Við vorum komnir fram í Fell, þ.e. safnið
var komið fram úr Grautartorfugili. En þar uppi í hömrunum hafði svart hrútlamb
sett sig í „stóra stans“ og sáust fá úrræði til bjargar. Ég hafði farið upp eftir gilinu
að huga að færum leiðum, meðan safnið og smalamenn fóru fram úr Streitum
ásamt Grána gamla reiðhesti mínum sem í þetta sinn kaus að fylgja meiri-
hlutanum! Ég keypti hann 12 vetra gamlan frá Hraunbæ í Álftaveri með milli-
göngu Alberts í Skógum og reyndist hann á allan hátt frábærlega stilltur og
traustur brúkunarhestur og dugði vel í eftirleitum ásamt Jobba sem var rauður
hestur, röskur og stór frá Guðna Þorgeirssyni á Ásvelli. Björgvin vinnumaður
minn fór árum saman í fyrstu leit á þessum hestum og átti hann fyrir víst með
þeim margar af sínum bestu stundum á sínum efri árum.
Nokkur bið varð á því að félagar mínir kæmu til baka en loks komu þeir Teigs-
bræður, Ágúst og Árni, vel ríðandi á undan öðrum en síðan einir tveir eða þrír
aðrir sem ég man ekki lengur að nefna, nema Guðmund Vigfússon á Kvoslæk en
hann var margreyndur og traustur fjallmaður áratugum saman.
Þegar þessi liðsauki hafði borist var hafist handa um að ná Surti litla úr sillunni
en varla vorum við komnir upp á hlið við hann, þegar við sáum hann fara út á
bergfláa þar sem sillan endaði, skrika þar til og hrapa ofan fyrir. Var það hátt fall
°g grjóturð undir, svo ekki þurfti að spyrja að leikslokum.
Á þessum árum var nýtni enn meðal æðstu dyggða og þótti sjálfsagt að hirða
lambskrokkinn og koma honum til skila í hendur eigandans. Tók Mundi á Kvos-
læk að sér að reiða skrokkinn fyrir framan sig til byggða. Vegleysa var á þessum
59