Goðasteinn - 01.09.2007, Page 66
Goðasteinn 2007
Virtust þær í fyrstu ætla að taka rétta stefnu en skyndilega snúa þær af leið og
setja sig beint undan brekkunni ofan í milli hamra niður undir gilbotninn. Ég
þóttist sjá færa leið upp úr gilinu hinu megin þótt bratt væri. Snjórinn var tiltölu-
lega laus og gljúpur, svo ég fikraði mig niður á eftir þeinr og eygði nokkra von um
að þær kynnu að krafsa sig upp úr gilinu og komast á rétta leið til byggða.
Sú von brást þó, því hvað margar tilraunir sem ég gerði, og sumar allnærri
marki, þá mistókust þær allar. Ávallt hrökkluðust kindurnar aftur niður í gil-
botninn og stundum drjúgan spöl upp í brattann norðan megin. Þetta varð að þrá-
tefli sem engin von varð til að vinna, einn á móti fjórum.
Þetta var svarthálsótt ær með svartri gimbur og tvær veturgamlar ær, hvítar og
bústnar þrátt fyrir harðindin. Þær reyndust vera frá Böðvari Gíslasyni á Butru en
lambærin frá Sigurgeiri Valmundssyni í Fróðholti á Rangárvöllum.
Ég varð að gefast upp og koma mér heimleiðis. Það var komið svartamyrkur
þegar ég náði fram úr Litlu-Streitum og komst í bílinn sem bar mig ljúflega heim í
matinn, hlýjuna og fjölskyldufaðminn.
Þeir félagarnir fjórir stóðust raunina. Komust inn í Hellra og áttu þar kalda
vist. En daginn eftir fundu þeir kindurnar sem leitað var, komust með þær í
kerruna, mokuðu dráttarvélina lausa og komust til byggða heilu og höldnu. Veður
var og lygnara og mildara en daginn áður. Þennan sama dag var einnig gerður út
annar leiðangur fjögurra manna og tókst þeim að ljúka því verkefni sem mér hafði
mistekist og koma kindununi úr Hestgili heimleiðis til réttra eigenda.
Þrjár kindur stökkva í foss
Eitt haustið, í annarri leit, lentum við þrír félagar í nokkru basli inn í Fremsta-
Kanastaðagili, nokkuð ofan við háa fossinn sem er nær fremst í gilinu en sést þó
ekki frá veginum. Þarna hafði svartarnhöfðótt ær frá Runólfi í Fljótsdal sett sig
niður í brattan fláa vestan megin í gilinu og var illfært að komast að henni. Ærin
var í rúböggum og með tveimur lömbum, mor- og svartflekkóttum.
Þarna kom Geiri frá Reynifelli mér til hjálpar, eins og oftar henti, og síðan bar
þarna að Jón Þórðarson á Eyvindarmúla. Við reyndum að meta aðstæður og
möguleika til að ná kindunum upp úr gilinu en neðan við þær var klettastallur, nær
þverhnýptur niður í ána sem var í nokkrum vexti og rennur þarna í þröngum stokk
og aflíðandi halla niður að fossbrúninni. Þannig hagar til að vatnsstrengurinn
kastast af hallandi bergfláa niður í þennan stokk og vindur sig eins og gormur
nokkra tugi metra áður en hann fellur í háum og fallegum fossi ofan í djúpan hyl,
lfklega 20-30 metra fall.
64