Goðasteinn - 01.09.2007, Page 69
Goðasteinn 2007
En loks þegar ég taldi góðar líkur til þess að vera kominn upp fyrir kindurnar,
sveigði ég fram á leið til að leita þeirra. En ég hafði misreiknað mig í þessu. Þegar
ég sá til þeirra aftur, voru þær komnar hærra upp en ég og stefndu enn upp og
austur.
Gerði ég nú aðra tilraun í sömu átt og hina fyrri. Gekk langt inn eftir og síðan
hverja brekkuna af annarri þar til ég taldi nokkuð vfst að nú hlyti ég að hafa
komist fyrir þær.
En vonbrigðin voru mikii þegar ég sá aftur til þeirra. Enn voru þær komnar
hærra upp og héldu sömu stefnu.
En nú var hlaupin í mig einhver þrjóska og ásetningur að gefast ekki upp.
Gerði ég enn tvær eða þrjár atrennur með sama hætti og áður en án árangurs.
Sauðþráinn er samur við sig. Og ég hertist líka í minni þrjósku. Leikurinn hafði nú
borist upp í Trippabotna, langleiðina upp á móts við Hest. Gerði ég nú eina
atrennuna enn og sá fram á að ef hún bæri ekki árangur yrði erfitt um vik að
komast á svig við Grákollu og fylgdarlið. Þegar kemur upp úr Trippabotnum er
komið upp fyrir öll gil, hnausar og dældir að baki en mishæðalitlar háhlíðar
Tindfjalla rísa brattar til efstu tinda.
Þarna ofan giljadraga er þó fyrst aflíðandi hlíðarhjalli, allt inn á Botnöxl.
Hættan var sú ef kindurnar héldu uppteknum hætti að þær kæmust þá leiðina inn í
Botn og yrði þá ofverk einum manni að snúa taflinu við, vegna aðstæðna þar, sem
áður hefur verið lýst.
Það undur hafði þó gerst, þegar ég komst upp á hjallabrúnina að hópurinn hafði
numið staðar allnokki'u vestan við mig. Og þegar ég stuggaði þeim vestur eftir
hjallanum, kom í ljós að þeim var nú loksins þrotinn kraftur. Eftir eina
misheppnaða tilraun þeirra til að stinga sér niður í nálægt gildrag urðu þær nú
þægar og spakar svo að ég gat rölt fast á eftir þeim og ráðið stefnunni að vild.
Þokaði ég þeim með hægð vestur hlíðarnar, ávallt í sömu hæð uns kom vestur
undir Klofningsgil og síðan niður og fram um Tjarnamýri norðan Þórólfsfells.
Þegar kom vestur undir Þórólfsá, sá ég tvær kindur þar, ailnokkurn spöl upp með
gljúfrinu. Tók ég á mig krók, komst upp fyrir þær og kom þeim saman við hópinn.
Það voru því 8 kindur sem lestuðu sig á undan mér fram Heljarstíg sem er tæpt
einstígi um alllangan veg vestan í Þórólfsfelli. Þegar fram úr því kom, tóku
óþreyttu kindurnar tvær forystuna og strekktu frá gljúfrinu austur og upp úr
brekkum framan íFellinu.
En nú höfðu félagar mínir, sem alllöngu áður voru komnir í rétt með safnið,
augun hjá sér og brugðu skjótt við mér til hjálpar. Lögðu þegar þrír léttstígir á
brattann og komust í tæka tíð í fyrirstöðu. Voru það þeir Rúnar Olafsson á
Torfastöðum, Kristinn Jónsson systursonur minn á Staðarbakka og Guðmundur
Jónsson á Sámsstöðum, allt frískir og brattsæknir göngumenn og seinnileitarmenn
67