Goðasteinn - 01.09.2007, Side 73
Goðasteinn 2007
önnur er sú umgerð sem því er búin af jöklunum sem að því liggja á flesta vegu:
Tindfjalla-, Eyjafjalla-, Goðalands-, Entu- og Torfajöklum.
Mörgum mun finnast sem mér, þegar komið er inn úr byggð og haldið inn í
þennan jökulkrýnda fjallasal, að það sé eins og að koma í annan heim: Tignarleg-
an, töfrum slunginn, friðsælan fjallaheim en jafnframt hrjúfan og ósnortinn, svo
gjörólíkan heimi mjúkra og manngerðra drátta í byggð og ræktun sveitarinnar, að
ekki sé talað um kraðak, brælu, hávaða og náttúruspjöll borgarsamfélagsins, þó
þar megi einnig finna stöku gimsteina og griðastaði ef vel er leitað.
Kristján Eldjárn, þriðji forseti lýðveldisins, talaði í einu áramótaávarpi sínu um
lífbeltin tvö sem umlykja landið okkar, þ.e. fiskimiðin og gróðurmoldina. Landið
sjálft finnst mér á svipaðan hátt greinast í belti byggða og óbyggða. Ysta beltið er
þéttbýlið, borgar- og bæjasamfélagið við ströndina, síðan kemur hin dreifða byggð
í sveitum og smærri þorpum inn til landsins. Þar inn af kemur belti afréttanna,
misvel gróinna beitiianda þar sem einu mannvirkin eru stöku skálar eða skýli fyrir
gangnamenn og ferðafólk. Inn og upp af þessum þremur beltunr kemur svo miðju-
hringur auðna og ísfláka, hið eiginlega hálendi með eyðisöndum og hjarnjöklum.
Þessi belti eru að vísu óregluleg og ota totum á ýmsan veg, bæði hvað landslag,
gróður og byggðamynstur varðar. Landfræðilega riðlast þessi belti mest af Vatna-
jökli og Vestfjarðakjálkanum. En það er eins og þessi fyrirbæri vegi með vissum
hætti hvort á móti öðru, a.m.k. ef landið allt er hugsað eins og fleki á floti og með
brotalöm um miðbikið!
Þéttbýlisbeltinu mætti líkja við perlufesti með stærðar meni, þar sem er höfuð-
borgarsvæðið. Perlurnar eru misstórar og festin helst til mjó og slitrótt á löngum
köflum. Þetta stendur vonandi til bóta til lengri tíma litið. Mynstur hinna dreifðu
byggða á eftir að þéttast aftur með tíð og tíma, e.t.v. í eitthvað breyttum myndum,
annað er óhugsandi í jafn góðu landi, þegar horft er tii vaxandi þröngbýlis svo vítt
um lönd og álfur.
Þriðja beltið, afréttarlöndin, býr ásamt miðkjarnanum yfir margháttuðum fram-
tíðarmöguleikum vegna fjöibreyttra auðlinda og náttúruundra. Nýting þeirra getur
verið með mörgu móti og ólíku og þó farið vel saman. Virkjanir í hófi og náttúru-
skoðun, jafnvel þjóðgarðar, ættu ekki að útiloka hvort annað.
Engan veit ég hafa talið virkjanalónin við Sigöldu og Hrauneyjar til náttúru-
lýta,- heldur miklu fremur til prýði í landslaginu. Eitt sinn fór ég með dönskum
tengdasyni mínum um Fjallabaksleið nyrðri og komum við austan að um þurrt og
brunnið umhverfi Eldgjár. Þegar kom vestur að Kirkjufellsvatni og Kýlingum, þar
sem stöðuvötn og lón við Tungnaá setja svip á landslagið, spurði hann hvort hér
væri um manngerð virkjunarlón að ræða. Þegar ég neitaði því og sagði að þetta
væru sköpunarverk náttúrunnar, spurði hann aftur: „Því í ósköpunum má ekki
71