Goðasteinn - 01.09.2007, Síða 74
Goðasteinn 2007
hjálpa náttúrunni að búa til svona fallegt og fjölskrúðugt landslag? Nóg hafið þið
rýmið í ykkar stóra landi.“ Þegar ég svaraði að ýmsir náttúruverndarsinnar töluðu
þá um að verið væri að sökkva hálendinu, átti hann ekki orð yfir þvílíkt og annað
eins. „Að sökkva hálendinu, „pjat“, talsvert þyrfti nú til“.
Þó er engan veginn sama hvar virkjað er. Náttúruspjöll geta orðið - og hafa
orðið því miður - þegar vaðið er áfram með gróðasjónarmið ein fyrir augum. Stifla
í Markarfljótsgljúfrum og lón þar fyrir ofan, inn yfir Hellra og Fitjar, með stöðvar-
húsi vestan Einhyrnings, væri stórfellt skemmdarverk. Þetta er ekki aðeins sagt
vegna einstaklingsbundinna tilfinninga, heldur hefur stjórnskipuð nefnd sem meta
skal virkjunarkosti á landinu öllu talið Markarfljótsvirkjun síst koma til greina
vegna náttúruspjalla sem hún myndi valda.
Sú niðurstaða finnst mér meira en lítill bakstuðningur við þær lýsingar sem hér
að framan er að finna um afréttina inn af Fljótshlíð, sem með sanni má lýsa með
orðum skáldsins: „Þú bláfjallageimur með heiðjöklahring ..." (Stgr. Th.), fremur
en jafnvel flestum stöðum öðrum í landinu okkar.
Flestir munu kunna framhald kvæðisins: „... um hásumar flý ég þér að
hjarta ...“ En hér að framan hefi ég ekki lýst þessu landsvæði í hásumardýrð í frá-
sögnum mínum. Þó er það svo að flestar ferðir hefi ég samt átt þangað inn eftir
með fjölskyldu minni sumar eftir sumar til þess að njóta náttúrunnar, tína ber og
safna steinum. Og árum saman fórum við, Ingibjörg kona mín og ég, „inn á Fjall“
um verslunarmannahelgina og tjölduðum þar á ýmsum stöðum, fórum í göngu-
ferðir og sleiktum sólskinið í kyrrlátum tignarfaðmi þeirrar náttúruparadísar sem
ég þekki best og mér er kærust.
í ljóma minninganna um ótal ánægjustundir, sem veist hafa í haustleitum og
skemmtiferðum inn á afréttina inn af Fljótshlíð, er mér efst í huga þakklæti fyrir
dýrmæta lífsreynslu sem ég hefi fengið að njóta í fylgd með traustum félögum,
fjölskyldu og öðru samferðafólki um liðin ár. Og ósk mín er sú, að sem flestir fái
að njóta og kunni að meta tign og fegurð þessa landsvæðis um ókomin ár.
Eg lýk þessum minningabrotum og hugleiðingum með litlu ljóði sem geymir í
sér stóran heim og lýsir í senn tilfinningu auðmýktar og aðdáunar frammi fyrir
undrum og töfrum þeirrar sköpunar sem við lifum, skynjum, reynum og erum
sjálf:
72