Goðasteinn - 01.09.2007, Page 83
Goðasteinn 2007
Einar Sigurðsson
Viðlega í Vestmannaeyjum
fyrir aldamót
Á síðari hluta aldarinnar sem leið og fram að því að vélbátarnir fóru að koma
til landsins laust eftir aldamótin, var algengt að landskip, eins og þau voru alltaf
nefnd, kæmu til Vestmannaeyja til fiskveiða með fullri skipshöfn sem lá þar við
vetrarvertíðina. Brimasamt er við suðurströnd landsins og erfitt þaðan til útróðra
og var ólíkt að stunda sjó á opnum skipum frá Vestmannaeyjum hvað það snerti.
Uað var því von að kappsamir formenn á landskipum yndu því illa að komast ekki
á sjó dag eftir dag fyrir brimi við sandana en sjá Eyjaformenn vera að hlaða skipin
rétt fram af sandinum.
Venjulega var farið að hugsa til þessara Eyjaferða úr því að komið var fram á
góu og þá farið eftir því sem leiði voru. Eitt af landskipum þeim er fóru út í Eyjar
til þess að liggja þar við vetrarvertíð fyrir síðustu aldamót var Landeyjaskipið
Sigursæll.
Fyrstu vertíð sína í Eyjum gekk Sigursæll árið 1893. Formaður með hann var
Jón Guðnason í Hallgeirseyjarhjáleigu. Þá vertíð fóru að minnsta kosti þrjú önnur
Austur-Landeyjarskip til Eyja: Trú sem Guðlaugur Nikulásson í Hallgeirsey var
formaður á, Bæringur sem Jón Brandsson í Hallgeirsey var með og Tobías,
formaður Sigurður Þorbjarnarson í Kirkjulandshjáleigu.
Þegar Sigursæll lagði frá Landeyjasandi þessa fyrstu vertíð 1893 sem ætlunin
var að róa honum í Eyjum var dauður sjór og veður gott. Er komið var út undir
Eyjar var þar landnorðan strengur og töluverður sjór. Trú lagði einnig af stað til
Eyja þennan sama dag rétt á eftir.
Jón formaður á Sigursæli heldur sem leið liggur fyrir Heimaklett. Þegar hann
rér yfír þann stað sem kallaður er Beinakelda og frákastið er mest frá Klettinum,
gefur töluvert á skipið.
„Vertu ekki hrædd, Valgerður mín“, segja strákarnir við bústýruna sem situr
aftur í hjá formanninum. Er þó ekki trútt um að þeir, sem ekki höfðu farið slíkar
ferðir áður, séu sjálfir hálfsmeykir þótt þeir reyni að bera sig mannalega.
Þegar kemur fyrir Klettsnefið og inn á Vík, sjá þeir að búið er að flagga frá,
sem kallað var. Fram við sjó þar sem hátt bar á voru flöggin dregin að hún á
81