Goðasteinn - 01.09.2007, Page 84
Goðasteinn 2007
stöng. Eitt flagg merkti að Leiðin væri aðgæsluverð en tvö að hún væri með öllu
ófær.
„Við hefðum átt að fara upp á Eiðið“, segir Jón, „en nú er það of seint. Við
höfum ekki fyrir Klettinn aftur.“
Þeir á Sigursæli sáu Guðlaug í Hallgeirsey ekki koma fyrir Klettinn og vissu
þeir þá að hann myndi hafa hleypt upp á Eiðið. Það var stundum gert, þegar ófært
var inn í höfnina að austan. Þegar svo bar við, kostaði það setning yfir Eiðið sem
er allbreiður sandhryggur með stórgrýti og erfiður yfirferðar með þung skip.
Jón lætur róa inn undir Leið. Olögin ríða af hvert af öðru og er hún eins og einn
brimgarður til að sjá og ekki árennileg. Sjóirnir skella á Berggang, margra tuga
mannhæða hátt bergið á hægri hlið en blásvartar urðirnar í sjódrifi á vinstri. Þegar
lítilsháttar hlé verður skipar Jón að róa.
Allt gengur vel inn á miðja Leið. Þá rís hvert ólagið af öðru fyrir aftan skipið.
Ólögin draga sjóinn til sín og öldudalirnir dýpka. Fyrsta ólagið er að því komið að
brotna. Skipið stendur eins og fast í útsoginu. Jón situr við stýrið, stendur allt í
einu upp, ber í borðstokkinn, svo að glymur í og kallar, svo að heyrist utn allt
skipið: „Róið í Jesú nafni eins og þið getið.“
Hver maður leggur sig nú fram eins og kraftarnir leyfa. Skipið mjakast áfram
og fyrsta ólagið skellur á það aftan til. Aðalbrotið nær ekki að falla yfir skipið en
löðrið frussar fram yfir það, svo að þeir sem ekki eru skinnklæddir verða hund-
votir. Öldufyllingin skilar skipinu inn Leiðina með miklum hraða en formanninum
tekst að halda því nokkurn veginn réttu og sakar hvorki menn né skip. Síðan er
róið viðstöðulaust inn að Tanga sem er innarlega í höfninni og skipið sett þar upp.
Skipum barst oft á á Leiðinni og drukknuðu þá einatt margir menn. Svo var t.d.
þegar skipinu Þurfalingi hvolfdi á Leiðinni 1834 og 13 menn drukknuðu en fjór-
um var bjargað. Hannibal hvolfdi á Leiðinni 1895 og drukknuðu tveir rnenn en
fimm varð bjargað.
Þegar komið var út í Eyjar, var fyrsta verkið að koma sér fyrir. Oftast var lagt
undir með húsnæði á vorin eða í haustferðum. Þess voru dæmi í seinni tíð að for-
menn af landi ættu sjálfir verbúð úti í Vestmannaeyjum. Þannig var það um Jón
Brandsson. Hann átti húsið París í Vestmannaeyjum og hafði það fyrir sjóbúð. Það
hús stendur enn nokkuð breytt og er nú nefnt Stígluis.
Sigurður Þorbjarnarson lá við í Garðfjósinu sem einnig stendur enn austan við
Skansinn. A sumrin stóð verbúð Sigurðar auð nema hvað menn fengu að dvelja í
henni um stundarsakir ef óhöpp bar að höndum eins og bruna eða hús rauf ofan af
mönnum. Þannig atvikaðist það að Högni Sigurðsson, síðar í Vatnsdal, svaf í
Garðfjósinu nokkurn tíma haustið fyrir þessa vertíð. Dreymdi hann þá einhverju
sinni að hann væri staddur á hól framan við Garðfjósið. Sér hann þá hvar koma 14
selir neðan frá sjónum og þrengja sér allir inn í sjóbúðina.
82