Goðasteinn - 01.09.2007, Page 91
Goðasteinn 2007
Oskar Þór Sigurðsson
Minningar frá Skátafélagi
Vestmannaeyja 1924 og 1925
Sumarið 1924 komu til Vestmannaeyja tveir ungir menn frá Reykjavík og
stofnsettu Skátafélag. Piltar þessir hétu Ólafur Þorvarðarson og Erling Tuliníus.
Dvöldu þeir í Eyjum um hálfsmánaðar tíma og önnuðust kennslu hinna væntan-
legu flokksforingja.
Jóhann Þ. Jósepsson alþingismaður var kosinn félagsforingi og Óskar Sigurðs-
son, endurskoðandi, sveitarforingi. Flokksforingjar voru kosnir Harald St. Björns-
son fyrir flokkinn „Hauka“, Ólafur Björnsson fyrir „Birni“, Axel Halldórsson fyrir
„Erni“ og síðar bættist fjórði flokkurinn við og nefndist „Þrestir“ og var Oddgeir
Kristjánsson flokksforingi. Félagið var nefnt Skátafélag Vestmannaeyja. Kven-
skátafélag Vestmannaeyja var stofnað um leið og var ungfrú Jakobína Asmunds-
dóttir sveitarforingi.
Æfingar voru stundaðar af kappi bæði úti og inni. Var mikill áhugi rfkjandi hjá
félagsmönnum. Gönguæfingar fóru aðallega fram á Póstílötinni.
Þegar Ólafur og Erling fóru héðan var þeim haldið samsæti í Gúttó. Var það
mjög skemmtilegt. Tóku þátt í því Kvenskáta- og Skátafélag Vestmannaeyja. Þar
var margt til skemmtunar og minnist ég sérstaklega eins þáttar en það var svo-
kölluð „skrallmúsík“. Hún var framleidd með einum trompet, trumbu, potthlemm-
um, skólpfötu og þvottabretti. Hljóðfæraleikararnir munu hafa verið Oddgeir
Kristjánsson, Harald St. Björnsson, Sigurður Scheving, Óskar Gíslason og Ólafur
Björnsson. Þótti þetta áhrifarík tónlist.
Þetta sama sumar hófust útilegur og var hin fyrsta farin í Steinstaðaheiði. Kalt
var heldur um nóttina því norðaustanátt var allhörð en veður mildaðist er á daginn
leið. Harald St. Björnsson annaðist matreiðslu í þessari fyrstu útilegu og fórst vel
úr hendi.
Margir í hinu nýja skátafélagi voru meðlimir í Lúðrasveit Vestmannaeyja.
Voru þeir með lúðra sína í útilegunni og voru þeir óspart þeyttir. Heldur var
útilegubúnaður lélegur í þessari fyrstu útilegu en það lagaðist brátt og fljótlega var
farið í fleiri. Helst var dvalið í Lyngfellisdal, Háubúrum á Sæfjalli, Steinstaðaheiði
89