Goðasteinn - 01.09.2007, Page 92
Goðasteinn 2007
og Herjólfsdal. Voru útilegurnar skemmtilegar og hressandi. Um haustið var
haldin skemmtun í Gúttó og var hún hin ánægjulegasta.
Næsta sumar, 1925, var starfsemi skátafélaganna í miklum blóma. Það sama
sumar fóru fimm piltar úr Skátafélaginu í ferðalag til Þórsmerkur og Reykjavíkur.
Frá þeirri ferð vildi ég gjarnan skýra nánar eftir því sem minni hrekkur til.
í byrjun túnsláttar var mikið um ferðir frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi
með kaupafólk og einnig sóttu Vestmannaeyingar mikið íþróttamót Fljótshlíðinga
og Landeyinga, sem haldin voru í byrjun túnsláttar, annað árið á Kanastaða-
bökkum en hitt á Lambey, sem er eyja úti í Þverá, skammt fyrir neðan prestsetrið
Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Þegar undirbúningurinn að ferðalaginu hófst var gert ráð fyrir að tíu skátar færu
í ferðalagið en þeir urðu aðeins fimm er til kom. Þar voru Harald St. Björnsson,
Karl Kristmanns, Óskar Gíslason, Sigurður Scheving og Oddgeir Kristjánsson.
Voru þessir piltar á svipuðum aldri, 14 til 15 ára. Harald var fararstjóri og
Sigurður var ráðinn matsveinn og annaðist matvælakaup öll.
Ég man það að lítið var um svefn nóttina á undan laugardeginum sem ferðin
var ákveðin og tilhlökkunin var mikil. Svo rann hinn langþráði dagur upp bjartur
og fagur. Sjórinn var sléttur eins og heiðatjörn. Við vorum sannarlega í góðu skapi
er við lögðum af stað frá Eyjum. Enginn varð sjóveikur leiðina upp að Hallgeirs-
eyjarsandi en þangað var farið vegna íþróttamóts sem halda átti að Kanastaða-
bökkum daginn eftir. Við höfðum hugsað okkur að vera þar einnig og hitta þar
fylgdarmann okkar til Þórsmerkur en það var Jón póstur frá Tjörnum undir Vest-
ur-Eyjafjöllum. Lendingin gekk ágætlega og tjölduðum við á grænum grundum
fyrir neðan bæinn Hallgeirsey og þar dvöldum við til næsta morguns. Höfðum við
ákveðið að ganga að Kanastaðabökkum.
í bíti næsta morguns var farangurinn tekinn saman og lagt af stað. Komumst
við fljótlega að raun um að byrðarnar yrðu nokkuð þungar að bera svona langa
leið í steikjandi sólarhita. Héldum við fyrst heim að Hallgeirsey til að reyna að fá
hest undir stærstu pinklana. Þá bjó í Hallgeirsey Guðlaugur Nikulásson bóndi í
Vesturbænum og í Austurbænum bjó Guðjón Jónsson. I Hallgeirseyjarhjáleigu var
þá Kaupfélag Hallgeirseyjar og var Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóri,
seinna forstjóri Áfengisverslunar ríkisins.
Þegar við höfðum fengið hestinn í Hallgeirsey, komum við í búð Kaup-
félagsins, til að kaupa ýmislegt smávegis. Þegar við höfðum lokið erindi okkar þar
og bjuggumst til að halda af stað, bauð Guðbrandur okkur að borða með sér
morgunverð. Var það boð svo freistandi að við stóðumst eigi mátið og þáðum það
þakksamlega. Guðbrandur var hinn kátasti og lék við hvern sinn fingur, sagði sög-
ur og söng með okkur. Annarrar eins gestristni hefi ég óvíða notið og er mér alltaf
hlýtt til Guðbrands síðan. Þegar við höfðum lokið við að snæða, fylgdi Guð-
90