Goðasteinn - 01.09.2007, Page 92

Goðasteinn - 01.09.2007, Page 92
Goðasteinn 2007 og Herjólfsdal. Voru útilegurnar skemmtilegar og hressandi. Um haustið var haldin skemmtun í Gúttó og var hún hin ánægjulegasta. Næsta sumar, 1925, var starfsemi skátafélaganna í miklum blóma. Það sama sumar fóru fimm piltar úr Skátafélaginu í ferðalag til Þórsmerkur og Reykjavíkur. Frá þeirri ferð vildi ég gjarnan skýra nánar eftir því sem minni hrekkur til. í byrjun túnsláttar var mikið um ferðir frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi með kaupafólk og einnig sóttu Vestmannaeyingar mikið íþróttamót Fljótshlíðinga og Landeyinga, sem haldin voru í byrjun túnsláttar, annað árið á Kanastaða- bökkum en hitt á Lambey, sem er eyja úti í Þverá, skammt fyrir neðan prestsetrið Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þegar undirbúningurinn að ferðalaginu hófst var gert ráð fyrir að tíu skátar færu í ferðalagið en þeir urðu aðeins fimm er til kom. Þar voru Harald St. Björnsson, Karl Kristmanns, Óskar Gíslason, Sigurður Scheving og Oddgeir Kristjánsson. Voru þessir piltar á svipuðum aldri, 14 til 15 ára. Harald var fararstjóri og Sigurður var ráðinn matsveinn og annaðist matvælakaup öll. Ég man það að lítið var um svefn nóttina á undan laugardeginum sem ferðin var ákveðin og tilhlökkunin var mikil. Svo rann hinn langþráði dagur upp bjartur og fagur. Sjórinn var sléttur eins og heiðatjörn. Við vorum sannarlega í góðu skapi er við lögðum af stað frá Eyjum. Enginn varð sjóveikur leiðina upp að Hallgeirs- eyjarsandi en þangað var farið vegna íþróttamóts sem halda átti að Kanastaða- bökkum daginn eftir. Við höfðum hugsað okkur að vera þar einnig og hitta þar fylgdarmann okkar til Þórsmerkur en það var Jón póstur frá Tjörnum undir Vest- ur-Eyjafjöllum. Lendingin gekk ágætlega og tjölduðum við á grænum grundum fyrir neðan bæinn Hallgeirsey og þar dvöldum við til næsta morguns. Höfðum við ákveðið að ganga að Kanastaðabökkum. í bíti næsta morguns var farangurinn tekinn saman og lagt af stað. Komumst við fljótlega að raun um að byrðarnar yrðu nokkuð þungar að bera svona langa leið í steikjandi sólarhita. Héldum við fyrst heim að Hallgeirsey til að reyna að fá hest undir stærstu pinklana. Þá bjó í Hallgeirsey Guðlaugur Nikulásson bóndi í Vesturbænum og í Austurbænum bjó Guðjón Jónsson. I Hallgeirseyjarhjáleigu var þá Kaupfélag Hallgeirseyjar og var Guðbrandur Magnússon kaupfélagsstjóri, seinna forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Þegar við höfðum fengið hestinn í Hallgeirsey, komum við í búð Kaup- félagsins, til að kaupa ýmislegt smávegis. Þegar við höfðum lokið erindi okkar þar og bjuggumst til að halda af stað, bauð Guðbrandur okkur að borða með sér morgunverð. Var það boð svo freistandi að við stóðumst eigi mátið og þáðum það þakksamlega. Guðbrandur var hinn kátasti og lék við hvern sinn fingur, sagði sög- ur og söng með okkur. Annarrar eins gestristni hefi ég óvíða notið og er mér alltaf hlýtt til Guðbrands síðan. Þegar við höfðum lokið við að snæða, fylgdi Guð- 90
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.