Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 102
Goðasteinn 2007
Fyrstu aldir íslandsbyggðar voru íslendingar að miklu leyti upp á slíka
farandkaupmenn komnir. Þeir höfðu að jafnaði vetursetu á Islandi og þá gjarnan
hjá höfðingjum og greiddu fyrir sig með vörum. Þessir kaupmenn voru alla jafna
hinir mestu friðsemdarmenn, snilldar sjómenn og klókir kaupmenn. An þeirra
hefði þjóðveldið aldrei komist á legg og orðið það sem það varð.
En Islendingar stunduðu annarskonar kaupskap ef kaupskap skyldi kalla. Það
var mjög til siðs að höfðingjar sendu syni sína til útlanda til að öðlast frægð og
frama og safna sér auði frá framandi löndum. Það var kallað að fara í víking og
þótti óskaplega fínt. Þá fóru menn á skipum sínum, helst mörgum saman, rændu
og rupluðu og drápu allt kvikt er á þeirra leið varð. Með þessu gátu duglegir
menn, vel vopnaðir og vel þjálfaðir, safnað óhemju auð. Þeir létu sér ekki nægja
að ræna fólk eigum sínum, heldur drápu þeir sér til skemmtunar og höfðu heim
með sér þá er ungir voru og vinnufærir en mest sóttust þeir eftir ungum og
fallegum konum og kannski búum við að því enn þann dag í dag.
Þetta voru útrásarmenn þess tíma, nema þeir voru vopnaðir sverði, skildi og
stálhúfu en ekki teinóttum jakkafötum með misrauð bindi, GSM-síma og fulla
vasa af peningum og kaupandi allt sem á vegi þeirra varð, bæði dautt og lifandi.
Svona endurtekur sagan sig. Svo getum við deilt um hverjum vegnaði betur,
gömlu útrásarmönnunum eða þeim nýju.
Mikil verslun hefur farið fram í Rangárþingi á tímum þjóðveldisins. Kaupmenn
hafa vafalaust siglt skipum sínum í árósa Þjórsár og í Holtsós, verslað við heima-
menn og siglt til annarra hafna til að versla og hafa vetursetu.
Árið 1125 kom Einar Sökkason frá Brattahlíð í Grænlandi með Arnald
Grænlandsbiskup í Holtvatnsós og sést á því að Holtvatnsós hefur verið þekkt
höfn en vafalaust erfið vegna brims og síbreytilegs sandburðar með ströndinni,
sem gerði landtöku varasama.
Á fyrstu öldum íslandsbyggðar hafa Rangæingar notað árósana. Skip þeirra
hentuðu að mörgu leyti vel l'yrir slíkar hafnir. Þau voru grunnskreið, það var hægt
að róa þeim að og frá hafnlausri ströndinni.
En aðalmarkaðstorg íslendinga var á Þingvöllum. Á hverju ári um hásumarið
var Alþingi háð á Þingvöllum við Öxará og stóð í um hálfan mánuð. Þangað
flykktist að fólk af öllu landinu og þangað komu ekki bara þingmenn og
höfðingjar til að semja lög og dæma í deilum manna, heldur allur almenningur til
að sýna sig og sjá aðra. Þar voru líka allskonar trúðar og skemmtikraftar, umrenn-
ingar, glæsikvendi í makaleit, skrautbúnir höfðingjar og höfðingjasynir, nýkomnir
úr siglingum með dýra skrautgripi frá fjarlægum löndum, fágæt vopn er þeir
höfðu unnið af hálftröllum og ofurmennum í frægum orrustum. Ungu stúlkurnar
ranghvolfdu í sér augunum af hrifningu er þær litu goðin augum. Og auðvitað
voru kaupmennirnir mættir á svæðið með allskonar skrautvarning, slæður og
100