Goðasteinn - 01.09.2007, Page 124
Goðasteinn 2007
þessi störf fækkaði. Tæknin
óx hratt. Áður var rekinn
sjálfsþurftarbúskapur þar
sem heimilin voru eins og
ríki út af fyrir sig. Allt var
unnið á heimilinu sjálfu er
þurfti til heimilishaldsins.
En nú voru komnar dráttar-
vélar og ótal heyvinnslu-
tæki. Skurðgröfur skáru
mýrarnar niður í skárir og
búin stækkuðu. Nú þurfti
bóndinn að kaupa næstum
því allt að. Það var komin á
Fyrsta verslunin á Rauðalœk var íþessu húsi. verkaskipting sem var
grundvöllur fyrir þéttbýlis-
myndun. Þéttbýlið sá um alla þjónustu við atvinnuvegina og þar kom kauplelagið
til sögunnar sem var samtök bænda, verkamanna og alls almennings.
Um 1960 voru starfsmenn Kaupfélags Rangæinga 53. Til þess að geta fullnægt
þörfum eigenda sinna, varð kaupfélagið að koma upp margvíslegri starfsemi. Það
varð að reka verslun með eiginlega allt milli hirnins og jarðar. Bifreiðaverkstæði,
vélaverkstæði, rafmagnsverkstæði, steypuhrærivél er gekk um sveitirnar og steypti
fyrir menn, jafnvel matsala og þvottahús voru starfrækt á Hvolsvelli á vegum
kaupfélagsins, þar sem konur vítt og breitt úr héraðinu gátu komið með þvott sinn
og þvegið hann sjálfar. Þetta var mikil framför því víða var erfitt að finna nothæft
vatn. í raun og veru varð kaupfélagið að leysa allan vanda félagsmanna sinna. Eitt
af því fáa sem kaupfélagið þurfti ekki að hafa á sínum snærum var prestur, læknir
og ljósmóðir. Sálgæslu önnuðust oft starfsmenn kaupfélagsins fyrir félagsmenn,
oftar enn ekki báru menn sín persónulegu vandamál upp við starfsmenn sem alltaf
voru tilbúnir til að leysa hvers manns vanda. Góður starfsmaður kunni að hlusta.
í marga áratugi tóku svo til allir iðnaðarmenn út sína starfsmenntun hjá
Kaupfélagi Rangæinga. Þeir voru ófáir bifvélavirkjarnir, vélvirkjarnir, trésmiðirnir
og rafvirkjarnir er fengu alla sína starfsmenntun hjá kaupfélaginu og fengu sín
iðnskírteini undirskrifuð og afhent á skrifstofu Kaupfélags Rangæinga.
Allt var þetta stórkostlegt ævintýri og undravert hvernig heilt hérað gat leyst
sín margvíslegu og flóknu vandamál með samvinnu í gegnum sitt eigið félag. Eitt
er víst að án þessara samtaka hefði aldrei verið hægt að færa landbúnaðinn í
nýtísku horf og án þess hefði Hvolsvöllur aldrei byggst upp. Við megum ekki
gleyma þessari sögu, við höfum einfaldlega ekki efni á því.
122