Goðasteinn - 01.09.2007, Page 125
Goðasteinn 2007
í kringum kaupfélagið fór svo Hvolsvöllur að byggjast upp með síauknum
hraða. Árið 1963 byggðu Kaupfélag Rangæinga og Sláturfélag Suðurlands kjöt-
frystihús í sameiningu á Hvolsvelli. Þá var Magnús Kristjánsson frá Seljalandi
kaupfélagsstjóri. Hann sagði. „Það er engin sérstök þörf á því fyrir kaupfélagið að
ráðast í þessa byggingu með Sláturfélaginu en það er svo mikilvægt að fá Slátur-
félagið til að setja sig hér niður.“ Seinna átti þessi framsýni Magnúsar eftir að
valda straumhvörfum í vexti og viðgangi Hvolsvallar. Vandséð er hvernig Hvols-
völlur hefði getað lifað af ef Sláturfélagið hefði ekki flutt starfsemi sína á
Hvolsvöll er kaupfélagið fór að gefa eftir fyrir alvöru. Það var ógæfa fyrir Rangár-
þing er það var klofið í herðar niður vegna pólitískrar skammsýni og misskilins
metnaðar. En ákvörðunin urn að reisa kjötfrystihús á Hvolsvelli var örlaga- og
gæfuspor fyrir byggðarlagið.
Verktakinn er byggði frystihúsið, Helgi Lárusson, skuldaði mikið í kaupfélag-
inu er hann hafði lokið byggingunni. Þá samdi kaupfélagið við hann um að hann
byggði tvö íbúðarhús við nýja götu á Hvolsvelli er fékk nafnið Stóragerði. Þessi
hús voru síðan seld fokheld starfsmönnum kaupfélagsins. Þar með hófst
ævintýrið. Margir ungir menn, flestir starfsmenn kaupfélagsins, hófu þá að byggja
sér hús við Stóragerði og nutu tii þess aðstoðar kaupfélagsins. Sá háttur var hafður
á að menn hjálpuðust að við byggingar. Sérstaklega var það við steypuvinnu.
Venjulega var steypt um helgar enda flestir í fríi þá. Svo rammt kvað að þessu að
bóngóðir menn áttu fáar helgar fríar á sumrin, því alltaf var verið að steypa. Það
var háttur húseigenda að gefa rnönnum í staupinu þegar fór að líða á steypu-
vinnuna. Urðu þá margir kátir. Best þótti að það færi saman að búið væri að
steypa í mótin er vínið þraut. Kæmi það fyrir að vínið væri ekki þrotið þegar
steypumótin voru orðin full gat það valdið örðugleikum síðar þar sem rnenn höfðu
tilhneigingu til að halda áfram að steypa þó mótin væru full og var þá miðað við
að hætta ekki fyrr enn vínið væri líka búið, gat þá komið fyrir að það rynni út úr
mótunum, sem gat verið óþægilegt upp á seinni tírnann að gera.
Þannig var hver gatan byggð af annarri. Litlagerði, Öldugerði, Norðurgarður,
Njálsgerði og þorpið óx með undraverðum hraða. Þar kom hlutur kaupfélagsins
aftur til sögunnar.
Árið 1965 hætti Magnús Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, störfum vegna veik-
inda og við tók Ólafur Ólafsson frá Syðstu-Mörk sem var þá kaupfélagsstjóri á
Ólafsfirði.
Árið 1966 hófst bygging Búrfellsvirkjunar. Þá voru þeir samningar í gildi að
félagsmenn viðkomandi verkalýðsfélags skyldu hafa forgangsrétt á vinnu á sínu
félagssvæði. Þetta kom sér vel fyrir Rangæinga er virkjunarframkvæmdir hófust
inni á afréttarlöndum þeirra. Ljölmargir íbúar Rangárþings eystra stunduðu vinnu
við virkjanirnar og þénuðu vel. Það hjálpaði mörgum er stóðu í húsbyggingum og
123